fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Fordæma dreifingu á kynlífsmyndbandi af pari með þroskahömlun – „Þetta eru aðallega krakkar sem eru að dreifa þessu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. september 2022 16:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífsmyndband af íslensku pari með þroskahömlun hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum, jafnvel á meðal barna. Dreifing á myndbandinu hefur verið fordæmd af fjölda fólks og bent er á að með því að deila myndbandinu sé fólk að brjóta lög.

Ein þeirra sem hafa fordæmt dreifingu myndbandsins er Ingveldur Þóra Samúelsdóttir sem fyrir þremur dögum setti inn myndband á TikTok þar sem hún sagði meðal annars að henni fyndist ekki nógu margir vera að gagnrýna dreifingu myndbandsins. Stundin fjallaði fyrst um málið.

„Þetta eru aðallega krakkar sem eru að dreifa þessu sem afsakar það samt sem áður ekkert eins mikið því mér finnst að krakkar í dag ættu að vita betur, eða ég hélt það allavega,“ segir Ingveldur á TikTok.

„Ekki nóg með það að verið er að dreifa þessu myndbandi án samþykkis, sem er alveg jafn ólöglegt þegar myndbandið er af fólki sem þér finnst „cringe“ eða „fyndið“ af því að fólk sem að þér finnst „cringe“ er líka fólk. Sjokker. Fólk sem þér finnst asnalegt á skilið jafn mikið af virðingu og næsta manneskja … heldur er einnig aðal tilgangurinn með því að dreifa þessu að rakka þetta fólk niður fyrir það sem það sem það gerir í sínu einkalífi. Það að tveir fullorðnir einstaklingar hafi tekið þá ákvörðun að stunda kynlíf og taka það upp með samþykki frá hvort öðru, vegna þess að þroskahamlað fólk hefur fullan rétt á kynlífi og einkalífi alveg eins og þú, og alveg eins og ég. Það kemur þér bara andskotans ekkert við hvað það kýs að gera,“ segir hún.

Ingveldur hefur hlotið mikið lof fyrir að hafa tekið svona skýra afstöðu gegn dreifingu á myndbandinu, og haft hugrekki til að gera það opinberlega.

@blandipoka #fyp #iceland #fríðaermín #fríðaerguðjóns ♬ original sound – Ingveldur

 

Í hegningarlögum segir: „Hver sem útbýr, aflar sér eða öðrum, dreifir eða birtir myndefni, texta eða sambærilegt efni, þ.m.t. falsað efni, af nekt eða kynferðislegri háttsemi annars manns án hans samþykkis skal sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.“ Sé brotið framið af gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári.

Stundin ræðir í dag við formann og framkvæmdastjóra Þroskahjálpar vegna málsins. Þar kemur fram að samtökin telji dreifingu á myndbandinu, sem og önnur sambærileg mál, vera mikið áhyggjuefni.

„Við höfum auðvitað áhyggjur af okkar skjólstæðingum, varðandi þær hættur sem eru til staðar í þessum heimi. Við höfum áhyggjur af þessu sem þú nefnir hér, myndbirtingum eins og þessum, en líka er til staðar hætta á að fólk sé afvegaleitt en vegna fötlunar og aðstæðna sinna er þessi hópur berskjaldaður. Við erum þá að tala um hættuna á því að einhverjir óprúttnir aðilar nái sambandi við fólk með hamlanir og nýti sér það með einhverjum hætti, hvort sem er með kynferðislegum hætti eða öðrum,“ segir Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri samtakanna, í samtali við Stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“