fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Bindindissamtök fordæma Októberfest – „Myndi Stúdentaráð og Háskóli Íslands þá hampa kannabis með grasveislu?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. september 2022 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi lýsa yfir mikilli óánægju með Októberfest sem Stúdentaráð Háskóla Íslands stendur fyrir. Hátíðin hefur ekki verið haldin í tvö ár en er haldin í átjánda skipti nú um helgina og hófst formlega í gær. Októberfest Stúdentaráðs er haldin á lóðinni fyrir framan Háskóla Íslands.

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi hafa ritað opið bréf til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra þar sem þau fordæma hátíðina og krefjast svara við ákveðnum spurningum.

Til að þeir sem eru veikir fyrir falli sem fyrst úr skóla?

Í bréfinu segir til að mynda: „Fylleríið er haldið á lóð Háskóla Íslands, skóla allra landsmanna, þá væntanlega með leyfi rektors og Háskólaráðs. Drykkjuhátíðin er þó ekki haldin í október eins og búast má við samkvæmt nafninu heldur nú snemma í september í lok nýnemaviku. Væntanlega til auka líkurnar á að þeir nemendur sem eru veikir fyrir víni falli sem fyrst úr skóla. Svona eins konar númerus clausus? Það má færa rök fyrir því að það sé brot á jafnrétti að Háskóli Íslands skuli svona gróflega vinna að því að fella ákveðinn hóp fólks.“

„Af hverju vinnur Stúdentaráð og Háskóli Íslands svona freklega gegn stúdentum sem eru bindindismenn?“ er spurt í bréfinu.

Boðið upp á bjór í lítrakönnum

Þar segir ennfremur: „Áfengisauglýsingar eru bannaðar á Íslandi. Stúdentaráð auglýsir samt grimmt og brýtur þannig lög, t.d. á Facebook síðu sinni, fyllrerísveisluna sína og auglýsir sérstök magnafsláttar-bjórkort til að hvetja til sem mestrar drykkju. Boðið er upp á bjór í lítrakönnum – en áfengismagn í einum lítra af 5-6 % bjór er álíka og 5 til 6 skot af vodka. Þetta er það sem á ensku er kallað binge drinking, þýtt á íslensku sem lotudrykkja en er á kjarnyrtri íslensku fyllerí. Átti ekki innleiðing bjórsins að draga úr fylleríi? Októberfest er fyllerí.“

Ópíumbæli í Stúdentakjallaranum?

Þá spyrja bindindissamtökin hvaða möguleikar væru inni í myndinni ef önnur vímuefni yrðu gerð lögleg.

„Tóbak er líka löglegt fíkniefni eins og áfengi en það er ekki í tísku og Stúdentaráð gerir því ekki hátt undir höfði en hvað ef svo hörmulega færi að önnur fíkniefni yrðu gerð lögleg? Myndi Stúdentaráð og Háskóli Íslands þá hampa kannabis með grasveislu? Halda kókaín- og alsælureif? Setja upp Xanex- og ritalínbása á prófatíma? Eða ópíumbæli í Stúdentakjallaranum?“

Hér má lesa opna bréfið í heild sinni en undir það rita Björn Sævar Einarsson formaður samtakanna og Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdstjóri.

Októberfest, opið bréf/erindi til Stúdentaráðs, rektors, Háskólaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðherra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Í gær

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt
Fréttir
Í gær

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“

Hannes ósáttur við vinnubrögð lögreglu eftir að rithöfundur braust inn til hans og stal af honum tölvu – „Allt málið var fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“

Bergþór barmar sér yfir fagnaðarlátum stjórnarliða – „„High five“ virtist gefið á línuna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hulk Hogan látinn