fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Sælgætisokur í Fríhöfnin þrátt fyrir skattleysi – „Er ríkið ekki einfaldlega að okra á ferðamanninum?“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir ferðamenn, bæði innlendir og erlendir, kaupa sér sælgæti í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. En þrátt fyrir að vörur, seldar í Fríhöfninni, beri ekki virðisaukaskatt þá er sælgæti þar í mörgum tilfellum dýrara en í lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag en blaðið gerði verðkönnun á tíu algengum sælgætistegundum í Fríhöfninni og í lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

„Er ríkið ekki einfaldlega að okra á ferðamanninum?“ spurði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, í samtali við Fréttablaðið. Hann benti á að nafnið, Duty Free á ensku, gefi til kynna að fólk sé að gera góð kaup en þegar raunveruleikinn sé skoðaður sé svo ekki.

Í Fréttablaðinu í dag er hægt að sjá töflu yfir verð á tíu algengum sælgætistegundum í Fríhöfninni og í þremur lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki var alltaf hægt að fá vörurnar í sama magni. Taflan sýnir að verðið á öllum tegundunum var hærra í Fríhöfninni og munaði stundum miklu. Til dæmis var fimmtíu prósent verðmunur á Extra tyggjói.

Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, sagði ekki neitt einfalt svar vera við ástæðu þessa verðmunar. „En við erum í sjálfu sér ekki í samkeppni við verslanir hér innanlands heldur miklu fremur við aðrar fríhafnir í löndunum í kring,“ sagði hún.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi