fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fréttir

Vélarvana bát rak á land í Keflavík og örmagna reiðhjólamaður á hálendinu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 26. ágúst 2022 10:33

Mynd frá Keflavík/Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvígang í morgunsárið. Annars vegar vegna örmagna hjólamanns á hálendinu og hins vegar vegna vélarvana báts sem rak að landi rétt utan við Keflavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Þar segir að vélarvana báturinn hafði verið á veiðum þegar hann byrjaði að reka hratt að landi.  Endaði báturinn á að reka upp í klettana utan við höfnina í Keflavík. Í tilkynningu segir:

„Einn maður var um borð og slasaðist hann ekki og í fyrstu virtist ekki hafa komið leki að bátum. Björgunarbáturinn Njörður kom á vettvang stuttu seinna og kom taug í bátinn og dró hann til hafnar, þangað sem hann var kominn klukkan rétt rúmlega tíu.“

Á sama tíma var björgunarsveit kölluð út á Blönduósi vegna örmagna reiðhjólamanns sem hafði leitað skjóls í hesthúsi við skálann Áfanga við Kjalveg. Í tilkynningu segir:

„Björgunarsveitarfólk var rétt í þessu að koma að manninum sem er kaldur og blautur eftir hrakningar gærdagsins og næturinnar. Ágætis veður er nú á svæðinu og verðu honum og búnaði hans komið til byggð, hann var einnig óslasaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”

Árni neitar að greiða fyrir stæði á ferðamannastöðum og svona fer hann að því – „Vissulega á „gráu svæði“ lagalega séð”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES