fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Nígerískur prins og Hollendingurinn Hugo fengu dóma fyrir að flytja inn rúm 1,5 kíló af kókaíni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 19:30

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nígerískur ríkisborgari, Prince Chris Tochukwu Akpaka, var í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á samtals 832,24 g af kókaíni, með 51-76% styrkleika, þann 5. maí síðastlinn. Prince var farþegi í flugi frá Frankfurt í Þýskalandi og var handtekinn við komuna til landsins. Hann reyndist hafa efnin innvortist í 55 pakkningum.

Játaði maðurinn sök í málinu en í dómsorði kemur fram að ljóst sé að hann hafi eingöngu verið burðardýr í málinu. Hann játaði sök og var samvinnuþýður við úrlausn málsins og því þótti 12 mánaða fangelsisdómur, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá 5.maí, við hæfi. Þá var Prince dæmdur til að greiða skipuðum verjanda sínum 1.395.000 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, útlagðan ferðakostnað verjanda, 24.000 krónur sem og 370.574 krónur í annan sakarkostnað

Dómur yfir nígeríska ríkisborgaranum féll þann 15. júlí síðastliðinn en degi fyrr féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness  yfir öðru burðardýri frá Hollandi.

Hugo dæmdur fyrir svipað brot

Sá aðili, Hugo Wilhelmus Gustaaf Jaliens, var gripinn í flugi frá Brussel með „fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa staðið að innflutningi á samtals 659 grömmum af kókaíni. Hugo var staðinn að verki 15. júní síðastliðinn og hafði hann líkt og Prince, freistaði þess að fela efnin innvortis. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu en í dómsorði kemur einnig fram að hann hafi játað sök og verið samvinnufús við úrlausn málsins.

Í ljósi þess að magnið var talsvert minna en hjá hinum nígeríska prins var Hugo dæmdur í 10 mánaða óskilorðsbundið fangelsis, þar sem gæsluvarðhald frá 15. júní var til frádráttar. Þá var hann dæmdur til að greiða 948.600 þúsund króna þóknun skipaðs verjanda síns og útlagðan ferðakostnað hans, 26.400 krónur. Þá þurfti hann einnig að greiða  821.902 krónur í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu

Hrottaleg handrukkun: Þrír menn ákærðir fyrir frelsissviptingu
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin