fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Stóra kókaín-málið – Einn handtekinn er hann vitjaði þess sem hann taldi vera 100 kíló af kókaíni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. ágúst 2022 17:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en lögregla lagði hald á tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu til landsins á dögunum, en fyrst var greint frá málinu fyrir viku síðan.

Í tilkynningu segir jafnframt að fíkniefnin hafi verið í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi og hafið lögreglan hér á landi átt í náinni samvinnu við hollensk löggæsluyfirvöld vegna málsins.

Fíkniefnin fundust í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu en grundvöllur leitarinnar voru upplýsingar frá íslensku lögreglunni, sem byggðu á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, en lögreglan hafði ástæðu til að ætla mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum.

Eftir að fíkniefnin fundust var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður hafi svo verið handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér á Íslandi. Þar að auki voru þrír aðrir handteknir sem eru taldir tengjast málinu. Allir hafi verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem hafi nýlega verið framlengt til 14. september fyrir þrjá sakborninganna en einn hafi verið færður í afplánun vegna annarra mála.

Með tilkynningu lögreglu fylgdu myndir af kókaíninu sem fannst í Hollandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu

Grunaður um að halda erlendum ferðamanni í gíslingu á Hverfisgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“