fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

20 einstaklingar hér á landi sem eiga samtals 2.052 skotvopn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 22. ágúst 2022 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan svaraði í dag fyrirspurn frá fréttastofu RÚV en fyrirspurnin varðar tölfræði um skotárásir hér á landi.

Fyrst er spurt hversu margar skotárásir hafa orðið hér á landi síðan árið 2019. Bæði er verið að tala þá um atvik sem sérsveitin hefur haft afskipti af og tilfelli eins og það sem átti sér stað á Blönduósi um helgina.

„Tölfræðiupplýsingar um tilvik þar sem skotvopni er beitt eru aðeins fyrirliggjandi í manndrápsmálum,“ segir í svari lögreglunnar við fyrirspurninni. Um 11% manndrápa hér á landi eru framin með skotvopni en slík mál eru 6 talsins frá árinu 1990.

Næst var spurt hversu mörg fórnarlömb hafi særst í þessum árásum og látið lífið. „Sex einstaklingar, ein kona og fimm karlmenn, voru myrt í þessum málum,“ segir í svari lögreglunnar.

Þá er spurt hversu margir falla fyrir eigin hendi af völdum skotvopna hér á landi. Í svari lögreglunnar kemur fram að frá árinu 2010 hefur skotvopni verið beitt í 12% tilvika í slíkum málum.

Fréttastofa RÚV spyr þá hversu margar haglabyssur eru skráðar hérlendis en lögreglan segir að þann 1. janúar á þessu ári hafi þær verið 47.728 talsins.

Að lokum er spurt hversu margar byssur þeir eiga sem eru skráðir með flestar byssur. „Þeir 20 einstaklingar sem eiga flest skotvopn (öll skotvopn) eiga samanlagt 2.052 vopn eða að meðaltali 103 vopn hvert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Í gær

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu