fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Tveir í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar á Blönduósi – Meintur árásarmaður fannst látinn á vettvangi

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 11:45

Frá Blönduósi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér tilkynningu vegna skotárásarinnar sem átti sér stað á Blönduósi í morgun þar sem einn særðist og tveir létu lífið.

Þar kemur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um málið klukkan hálf sex í morgun, tilkynningu um að skotvopni hafi verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi. Lögregla hafi vopnast áður en farið var á vettvang en þurfti ekki að grípa til vopna. Þegar á vettvang var komið kom í ljós að skotvopni hafði verið beitt gegn tveimur einstaklingum þar sem annar var látinn og hinn særður, en ekki er vitað um líðan hins særða en hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Meintur gerandi skotárásarinnar fannst einnig látinn á vettvangi.

Lögregla segir að tveir séu í haldi lögreglu vegna málsins en von er á annarri tilkynningu um klukkan 18:00 í dag.

„Um kl. 5:30 í morgun, sunnudag, barst lögreglunni á Norðurlandi vestra tilkynning um að skotvopni hefði verið beitt gegn tveimur einstaklingum í heimahúsi á Blönduósi og að um alvarlegt tilvik væri að ræða.

Lögregla vopnaðist áður en farið var á vettvang, auk þess sem annað viðbragð innan lögreglu var virkjað, þar á meðal vopnuð sérsveit. Í ljós kom að skotvopni hafði verið beitt gegn tveimur einstaklingum, þar sem annar var látinn og hinn særður. Aukinheldur fannst meintur gerandi skotárásarinnar einnig látinn á vettvangi.

Í framhaldi af því að hlúð var að hinum slasaða og vettvangur tryggður var lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra gert viðvart um málið en rannsókn sakamálsins er í höndum hans samkvæmt reglugerð nr. 660/2017 um stjórn lögreglurannsókna o.fl. Annað viðbragð var einnig virkjað, þar á meðal áfallateymi Rauða krossinns í umdæminu.

Hinum slasaða var komið með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Á þessu stigi er ekki vitað um líðan hans. Tekið skal fram að ekki kom til þess að lögreglan þyrfti að grípa til vopna vegna atviksins.

Tveir eru í haldi lögreglu vegna málsins. Að svo stöddu mun lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra ekki tjá sig um málið sem er á viðkvæmu stigi.

Gert er ráð fyrir að embættið muni senda frá sér aðra fréttatilkynningu kl. 18 í dag.

Birgir Jónasson,lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið

Segir undirskriftalistann gegn Bjarna plebbalegan og óvirðingu við lýðræðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik