fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Skotárásin á Blönduósi – Syni hjónanna sleppt úr haldi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 21:59

Frá Blönduósi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur hjónanna á Blönduósi, sem ráðist var á með skotvopni í morgun, er laus úr haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Samkvæmt mbl.is er sonurinn talinn hafa komið fram við skothvellina, er ráðist var gegn foreldrum hans með þeim afleiðingum að móðir hans lét lífið og faðir hans hlaut lífshættulega áverka, og þá ráðist á árásarmanninn og ráðið honum bana í átökum.

Áður hefur komið fram að sonurinn hafi verið gestkomandi á heimilinu ásamt unnustu sinni og ungu barni.

Í tilkynningu lögreglu segir að sakborningi hafi verið sleppt úr haldi að lokinni skýrslugjöf, vettvangsrannsókn sem og öðrum rannsóknaraðgerðum.

Ekki verður gerð krafa um gæsluvarðhald.

Eins hefur unnustu sonarins verið sleppt úr haldi, en mbl.is segir að þetta hafi átt sér stað seint í dag.

Mbl.is greindi jafnframt frá því í dag að samkvæmt þeirra heimildum hafi árásarmaðurinn fengið lausn eða leyfi af geðdeild nú um helgina, en þær heimildir eru þó sagðar óstaðfestar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða