fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Erill hjá björgunarsveitum – Aðstoða örmagna göngukonu á Kattarhryggjum í Þórsmörk.

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 21. ágúst 2022 23:06

Mynd frá útkalli björgunarsveita og sjúkraflutningamanna á Snæfellsnesi í dag. Þeir þurftu að flytja konu sem var öklabrotin þar sem hún var stödd austur af Snæfellsjökli. Búið var um hana og hún flutt með sexhjóli að sjúkrabíl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur erill hefur verið hjá björgunarsveitum um helgina og er björgunarsveitarfólk nú statt hjá örmagna göngukonu á Kattarhryggjum í Þórsmörk. Sveitir á suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld eftir að konan sem var á göngu með hópi fólks var orðin örmagna og orkulaus, hún gat ekki haldið göngu áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Í gær komu sjálfboðaliðar björgunarsveitanna ökumönnum fjögurra bíla til aðstoðar sem höfðu fest bíla sína á hálendi og í ám. Í Hólmsá á fjallabaki og Þríhyrningsá á Austurlandi höfðu ökumenn fest bíla sína, á Sprengisandsleið var bíll fastur í leðju og björgunarsveitarfólk flutti farþega úr biluðum bíl á Hlöðufellsvegi á Suðurlandi.

Nokkuð var um að aðstoða þurfti sjúkraflutningamenn við að flytja slasaða einstaklinga við Svartafoss, Snæfellsjökul og Stórhöfða í Vestamannaeyjum.

Snemma morguns á sunnudegi voru kaldir og hraktir göngumenn sóttir í Kistufellsskála og þeim komið til byggða og eftir hádegi kom björgunarsveitarfólk bónda til aðstoðar við að reka hjörð af nautgripum fyrir Tungufljót.

Eins og áður sagði er björgunarsveitarfólk nú stadd hjá örmagna göngukonunni á Kattarhryggjum og hefur reynt að koma í hana orku. Það gengur illa og er því beðið hjá henni eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar sæki hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“
Fréttir
Í gær

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu

Sérstaklega hættuleg líkamsárás í gistiskýlinu
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?