fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Katrín Jakobs hleypur fyrir Alzheimersamtökin

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar sér að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka en hún hefur ákveðið að hlaupa til styrktar Alzheimersamtakanna.

„Ég hef stundum deilt með ykkur á þessari síðu hlaupasjálfinu mínu. Þið þekkið kannski forsöguna en ég fór að hlaupa að ráði eftir fótbrot árið 2020 og var það fyrst og fremst fyrir einbeitta hvatningu Þórunnar Rakelar Gylfadóttur sem hefur fylgt mér æ síðan. Ætlunin var að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra en því var eðlilega aflýst vegna heimsfaraldurs,“ segir Katrín í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni.

Katrín segist ekki hafa verið alveg jafn dugleg að æfa sig eins og í fyrra. „Ég ætla samt að láta á það reyna að hlaupa og sjá hvort ég næ ekki í mark (segjum sem minnst um tímann).“

Eins og áður segir hleypur Katrín fyrir Alzheimersamtökin en hún segir að það sé alltaf erfitt að velja gott málefni til að styrkja. Þá segir hún frá því hvers vegna hún valdi að styrkja þessi samtök. „Innblásturinn eru Magnús Karl Magnússon og Ellý Katrín Guðmundsdóttir en Ellýju þekki ég frá gamalli tíð,“ segir Katrín.

„Hún kenndi mér svo ótal margt um sjálfbærni og umhverfisvernd þegar ég varð formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkurborgar en þá var hún yfir umhverfissviði borgarinnar. Og þá urðu ýmis framsækin mál að veruleika. Magnús og Ellý hafa opnað augu okkar margra fyrir alzheimer-sjúkdómnum með opinskárri umræðu, meðal annars á þessum miðli.

Að lokum segir Katrín að það sé ekkert annað í stöðunni en að klára að hlaupa tíu kílómetranna.

„Þannig að nú er bara að klára að hlaupa þessa tíu kílómetra. Þessi tvö hlupu með mér í síðustu viku og hafa verið óþreytandi að hjálpa mér reglulega á æfingum. Á miðvikudaginn hlupum við næstum því tíu kílómetra og eins og sjá má á myndinni reyndi það töluvert á! En nú verður ekki snúið aftur!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni