fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Síbrotamaður á Akureyri úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um 22 brot

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. ágúst 2022 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til föstudagsins 2. september á grundvelli þess að yfirgnæfandi lýkur sé á að maðurinn haldi áfram að brjóta af sér á meðan þau 22 mál sem lögreglan hefur til skoðunar, þar sem maðurinn er grunaður um glæp, eru til rannsóknar.

Í úrskurði kemur fram að maðurinn er grunaður um brot í 16 málum hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, 5 málum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eitt hjá lögreglustjóranum á Vesturlandi. Sakaferill mannsins nái allt aftur til ársins 2011 og hafi hann sex sinnum hlotið refsidóm fyrir svipuð brot og nú eru til rannsóknar.

Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra er nánar greint frá þeim atvikum þar sem maðurinn er grunaður um að hafa brotið af sér.

Þann 6. ágúst hafi maðurinn verið handtekinn grunaður um að þjófnað. Hafði lögreglan haft afskipti af honum eftir að kveikjuláslyklum bifreiðar var stolið úr afgreiðslu gistiheimilisins. Við leit á heimili mannsins hafi fundist þó nokkuð þýfi sem eru talin tengjast þjófnaði úr fjárhúsi fyrir skömmu.

Maðurinn er grunaður um að hafa brotist inn í fjölda bifreiða, gröfu og bílskúr í maí, svo dæmi séu tekin.

Eins er hann grunaður um að hafa stolið rafmagnsreiðhjólum og rafmagnshlaupahjóli.

Hann er grunaður um að hafa brotist inn í fjárhús í júlí og stolið þaðan verkfærum, dýralyfjum og fleiru.

Maðurinn er svo grunaður um að hafa ítrekað ekið bifreið undir áhrifum og án ökuréttinda.

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald til að koma í veg fyrir áframhaldandi brot. Í úrskurði héraðsdóms segir um lagarök lögreglustjóra: „Það sé mat sóknaraðila að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á meðan málum hans er ekki lokið, en hann sé grunaður um margítrekuð þjófnaðarbrot og nytjastuldi, auk annarra hegningarlaga- og umferðarlagabrota.“

Eins kemur fram að maðurinn sé atvinnulaus og sé í virkri neyslu.

Fyrir liggi drög að ákæru í fjórum málum og verður ákæra gefin út í næstu viku en engu að síður taldi lögregla verulega hættu á að maðurinn haldi brotastarfsemi sinni áfram gangi hann laus.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“