fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ákærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu ítrekað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 14:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. september næstkomandi verður aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu.

DV hefur ákæru málsins undir höndum. Þar er maðurinn sagður hafa á tilteknu tímabili ítrekað haft samræði og/eða önnur kynferðismök við konu og „þannig notfært sér andlega fötlun hennar og að hún gat ekki af þeim sökum spornað við verknaðnum eða skilið þýðingu hans,“ eins og segir orðrétt í ákærunni.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa haft í vörslu sinni maríhúana og 11 Ecstasy-töflur sem lögregla lagði hald á.

Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Gerð er einkaréttarkrafa fyrir hönd konunnar um miskabætur upp á þrjár milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd