fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 15:46

Lóa Pind Aldísardóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að henni hafi verið brugðið í dag þegar að hún kíkti inn á heimabankaappið sitt. Þá hafi blasað við henni rukkun frá félagi sem hún kannaðist ekki við að hafa átt viðskipti við. „Fer að gúgla og átta mig á að þetta er rukkun fyrir bílastæði,“ skrifar Lóa Pind. Þá hafi runnið upp fyrir henni hvernig í pottinn var búið en hún hafði kíkt á eldgosið við annan mann skömmu eftir að nýja sprungan hafði opnast.

Rukkunin, sem hljóðaði upp á 4.750 krónur, var frá Landeigandafélagi Hrauns sf. en félagið var í fréttum í síðustu eldgosahrinu vegna reksturs á bílastæðum við gosstöðvarnar. Lóa Pind er hins vegar ósátt yfir skorti á merkingum um gjaldtökuna.

„Hvergi sá ég skilti eða upplýsingar um að við yrðum rukkuð um nærri 5000 krónur fyrir að leggja bílnum á mölinni. Er ekki lágmark að fólk sé upplýst um að það sé að kaupa sér þjónustu??“ skrifar sjónvarpskonan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“

Velta upp hvort nýir hluthafar þurfi að vera jarðfræðingar – „Áður en jarðhræringarnar urðu þá var Bláa lónið í rauninni peningamaskína“
Fréttir
Í gær

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út