fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Sjónvarpskonan Lóa Pind ósátt – Skrapp að kíkja á eldgosið og fékk háa rukkun í heimabankann

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 15:46

Lóa Pind Aldísardóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir greinir frá því á Facebook-síðu sinni að henni hafi verið brugðið í dag þegar að hún kíkti inn á heimabankaappið sitt. Þá hafi blasað við henni rukkun frá félagi sem hún kannaðist ekki við að hafa átt viðskipti við. „Fer að gúgla og átta mig á að þetta er rukkun fyrir bílastæði,“ skrifar Lóa Pind. Þá hafi runnið upp fyrir henni hvernig í pottinn var búið en hún hafði kíkt á eldgosið við annan mann skömmu eftir að nýja sprungan hafði opnast.

Rukkunin, sem hljóðaði upp á 4.750 krónur, var frá Landeigandafélagi Hrauns sf. en félagið var í fréttum í síðustu eldgosahrinu vegna reksturs á bílastæðum við gosstöðvarnar. Lóa Pind er hins vegar ósátt yfir skorti á merkingum um gjaldtökuna.

„Hvergi sá ég skilti eða upplýsingar um að við yrðum rukkuð um nærri 5000 krónur fyrir að leggja bílnum á mölinni. Er ekki lágmark að fólk sé upplýst um að það sé að kaupa sér þjónustu??“ skrifar sjónvarpskonan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman

Leikskólastarfsmaður játaði líkamsárás gegn fjögurra ára barni – Þurfti að líma höfuðið saman
Fréttir
Í gær

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós

Báru kennsl á byssumanninn á frægri ljósmynd með gervigreind – Nokkuð óvænt kom í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki

Handteknir fyrir að selja fjölda ólögráða ungmenna fölsuð skilríki