fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Kona segir frá ósvífnum lyfjasvikum í Hafnarfirði – „Þau voru í sjokki í apótekinu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var að leysa út lyf fyrir eiginmann sinn í Apóteki Hafnarfjarðar við Selhellu í gær varð fyrir vægast sagt óþægilegri upplifun: Búið var að leysa út lyfin Ritalin Uno og Rivotril en það síðarnefnda tekur maðurinn við flogaveiki. Óútleyst voru bara verkjalyf sem maðurinn tekur.

Kom í ljós að maður, sem reyndar er málkunnugur fólkinu, hafði leyst út lyfin með því að framvísa fölsuðu nafnskírteini sem gert var með plöstunarvél sem keypt hafði verið í Costco. Á falsaða nafnskírteininu var nafn mannsins sem lyfjunum hafði verið ávísað á en mynd af manninum sem leysti út lyfin.

Konan segist þekkja til fólks í undirheimunum og hefur það tjáð henni að þetta sé ekki óþekkt aðferð. Konan vill meina að viðkomandi maður sé tölvuhakkari og hafi komist yfir lista yfir fólk sem er ávísað umræddum lyfjum á. Tekið skal fram að þessar upplýsingar eru með öllu óstaðfestar.

„Þetta eru sprautufíklar sem sækja í þetta, fólk sem sækist aðallega eftir Ritalin Uno og Rivotril. En Rivotril er fyrir flogaveika og maðurinn minn er flogaveikur. En það var búið að taka þetta út og ég fékk bara verkjalyfin hans,“ segir konan.

Hún segist ekki fá tíma hjá lækni fyrr en eftir mánuð og því sé ekki hægt að ávísa á nýja lyfjaskammta. „En ég veit að apótekið græjar þetta þegar þau eru búin að rannsaka málið,“ segir konan vongóð. Hún segir að ekki sé við apótekið að sakast sem sé þolandi í málinu. Hins vegar sé mikilvægt að greina frá því að svona svik séu í gangi svo önnur apótek geti haft varann á.

„Þau voru í sjokki í apótekinu,“ segir konan en málið kom mjög illa við afgeiðslufólkið. „Apótekið gerði ekkert rangt en ég vil að þetta fólk verið handsamað og stöðvað svo það geti ekki haldið þessu áfram. Þessi maður vann áður í bönkum og hann er tölvuhakkari. Mér finnst reyndar glatað að þessi gömlu nafnskírteini séu enn gild, það ættu bara krakkar að vera með þetta, fullorðið fólk hefur ekkert að gera með þau.“ Segir konan illt til þess að vita hve auðvelt sé að búa til fölsuð ökuskírteini sem líti nánast eins út og gömlu nafnskírteinin.

Konan tilkynnti málið til lögreglu í gær en ekki er búið að leggja fram kæru. Segir hún að apótekið verði að kæra málið.

DV náði sambandi við Magnús Sigurðsson, eiganda Apóteks Hafnarfjarðar. Hann sagðist kannast við málið, það væri til skoðunar en hann gæti ekki tjáð sig um það frekar í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki