fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Fyrsta eldgosið sem Kristján Már missir af – „Mikilvægara gos á Spáni“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 16:42

Skjáskot/Vísir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Már Unnarsson er einn reynslumesti fréttamaður landsins enda hefur hann starfað sem slíkur í yfir 40 ár. Í gegnum tíðina hefur eitt af sérkennum Kristjáns orðið að mæta á vettvang eldgosa en hann gerði það fyrst árið 1975 í Kröflueldum. Eflaust tengja síðan margir Kristján við gula vestið hans sem hann klæðist yfirleitt þegar hann mætir að segja frá eldgosum.

Fyrir einhverjum er svo ekki hægt að ímynda sér eldgos án Kristjáns þar sem hann mætir ávallt snemma á vettvang, vopnaður hljóðnema og djúpum fróðleik um sögu eldgosa. Til að mynda rifjaði hann upp eld­gos síðustu þriggja ára­tuga í beinni útsendingu á Stöð 2 þegar það gaus í fyrra.

Eldgos eru nánast ekki formlega hafin fyrr en Kristján mætir þangað. Það mætti jafnvel segja að Kristján Már og eldgos sé orðin jafn klassísk samsetning og malt og appelsín. En nú vantar appelsínið því Kristján Már er á leiðinni af landi brott.

„Nei hættið nú alveg“

Ingunn Lára Kristjánsdóttir, fréttamaður á Fréttablaðinu og dóttir Kristjáns, segir frá þessum forföllum föður síns í færslu á Twitter-síðu sinni í dag. Ingunn segir að eldgosið hafi hafist um leið og foreldrar hennar mættu á flugstöðina en þau eru á leiðinni til Spánar.

„Nei hættið nú alveg,“ segir Ingunn og segir að um sé að ræða fyrsta eldgosið sem Kristján missir af. Þá útskýrir hún hvers vegna Kristján er að fara til útlanda. „Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn!“

Netverjar syrgja að fá ekki að sjá Kristján hjá eldgosinu, að minnsta kosti til að byrja með, en ljóst er að mikill missir verður af honum. „Ef Kristján Már mætir ekki er þá virkilega gos?“ spyr til dæmis einn netverji. Þá er annar netverji lausnamiðaður: „Vísir hlýtur að fá live útsendingu úr flugvélinni og KMU fær vesti frá flugliðunum til að klæðast!“

Enn annar netverji segir þá að nú sé komið tækifæri fyrir Ingunni að feta í fótspor föður síns og klæða sig í gula vestið. Það er þó ekki að fara að gerast þar sem Ingunnn er einnig í útlöndum þessa stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð