Ein lota af kartöflusalati með lauk og graslauk, í 400 gramma pakkningu frá Þykkvabæjar ehf. hefur verið tekið úr sölu. Ástæðan fyrir innkölluninni er sú að aðskotahlutur hefur fundist í vörunni en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta á aðeins við um eina lotu af Kartöflusalatinu sem er með síðasta neysludag 05.08.2022.
Eftirfarandi upplýsingar eiga við um vöruna sem innkölluð er:
Vörumerki: Þykkvabæjar ehf.
Vöruheiti: Kartöflusalat með lauk og graslauk
Strikamerki: 5690599003411
Nettómagn: 400g
Síðasti notkunardagur: 05.08.2022
Framleiðsluland: Ísland.
Dreifing. Verslanir um allt land
Þykkvabæjar vinnur að því að fjarlægja vöruna úr hillum verslana. Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru er bent á að neyta hennar ekki heldur skila vörunni í verslun eða á skrifstofu Þykkvabæjar ehf, Austurhrauni 5, 210 Garðabæ.
Í tilkynningunni kemur fram að fyrirtækið gefi biðji neytendur velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu getur skapast.