fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Magnus Carlsen afsalar sér heimsmeistaratitilinum – Ætlar ekki að verja hann í næsta einvígi

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 20. júlí 2022 11:02

Magnus Carlsen Mynd/FIDE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórmeistarinn Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, ætlar ekki að verja heimsmeistaratitil sinn í næsta einvígi um nafnbótina. Í hlaðvarpsviðtali staðfestir Carlsen þessi tíðindi og segir einfaldlega að hann finni ekki neina hvatningu né drifkraft til þess að tefla um titilinn.

Carlsen hefur gefið það í skyn áður að hann hyggist ekki verja titil sinn. Á dögunum lauk áskorendamóti í Madrid þar sem átta bestu skákmenn heims kepptu um réttinn til að skora á Norðmanninn í einvígi um titilinn. Sigurvegarinn var Rússinn Ian Nepomniachtchi en hann laut í lægra haldi gegn Carlsen  síðasta heimsmeistaraeinvígi með sannfærandi hætti.

Talið er að næsta heimsmeistaraeinvígi verði milli Nepomniachtchi og Kínverjans Ding Liren sem lenti í öðru sæti á áskorendamótinu.

Carlsen hafði gefið það í skyn um nokkurt skeið að hann myndi mögulega taka þessa ákvörðun. Fyrir síðasta áskorendamót hafði hann ýjað að því að hann hefði aðeins áhuga á því að verja titil sinn gegn íranska undrabarninu Alireza Firouzja, sem margir töldu að yrði arftaki hans.

Firouzja átti hins vegar ekki góðu gengi að fagna í áskorendamótinu en hann lenti þar í 6. sæti af átta keppendum, þremur og hálfum vinningi á eftir Rússanum Nepomniachtchi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða