fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Nærmynd af manninum sem gæti orðið næsti forsætisráðherra Bretlands

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 20:00

Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn síðastliðinn tilkynnti Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands afsögn sína úr sæti formanns Íhaldsflokksins við mikinn fögnuð flokksbræðra sinna. Nú standa Íhaldsmenn hins vegar frammi fyrir því að ákveða hver eigi að taka við af honum og nú bíður breska þjóðin og alþjóðasamfélagið allt í eftirvæntingu á meðan Íhaldsflokkur Bretlands brýtur heilann um langan lista yfir mögulega leiðtoga.

Eitt nafn sem er á vörum margra þingmanna flokksins og flokksmeðlima er Rishi Sunak, þingmaður Richmond-kjördæmis í norðurhluta Englands. Rishi sagði af sér sem fjármálaráðherra Bretlands og afsögn hans, að hans sögn vegna ágreinings þeirra um efnahagsmál, hratt af stað bylgju sem leiddi að lokum til afsagnar Boris Johnsons.

Rishi Sunak er ríkasti þingmaður Bretlands og einnig fyrsti fjármálaráðherra í sögu Bretlands til að vera sakfelldur fyrir glæp í embætti.

Rishi fæddist í Southampton á suðurströnd Englands árið 1980 og er barn indverskra innflytjenda frá Austur-Afríku. Á unglingsaldri stundaði hann nám við hinn virta Winchester College, enskan einkaskóla sem á rætur sínar að rekja allt aftur til 14. aldar og hefur menntað dómara, ráðherra og skáld.

Eftir brautskráningu úr Winchester las Rishi heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði við Oxford-háskóla og hlaut síðan MBA gráðu frá Stanford-háskóla í Kaliforníu. Það var í Stanford sem hann kynntist eiginkonu sinni henni, Akshötu Murty, dóttur indversks milljarðamærings og stofnanda upplýsingafyrirtækisins Infosys. Hjónin eru meðal ríkasta fólks Bretlands og er virði þeirra metið á hátt í 120 milljarða í íslenskum krónum.

Rishi Sunak
Mynd/The Times – Rishi Sunak ásamt fjölskyldu sinni

Þegar Rishi hafði lokið námi sínu hóf hann störf hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs og varð svo þingmaður Richmond-kjördæmis árið 2015. Hann sat í ráðherrastól í seinni ríkisstjórn Theresu May og studdi áform hennar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eftir afsögn Theresu May studdi hann framboð Boris Johnsons, núverandi forsætisráðherra, og varð fjármálaráðherra árið 2020.

Rishi starfaði í fjármálageiranum í mörg ár og ákvarðanir hans sem stjórnandi hinna ýmsu vogunarsjóða á fyrsta áratugi þessar aldar eru góð dæmi um þá hegðun sem leiddi til efnahagshrunsins 2008. Hann starfaði meðal annars hjá The Children’s Investment Fund og Theleme Partners á þessum árum og var síðast fjárfestingarstjóri Catamaran Ventures, fyrirtækis í eigu tengdaföður síns.

Lengi hefur verið litið á Rishi sem fremstan á lista frambjóðanda en þó þykir ýmsum breskum íhaldsmönnum hann vera varhugaverður kostur í stól forsætisráðherra.

Rishi var til að mynda sektaður fyrir að hafa sótt umfangsmiklar veislur sem haldnar voru í forsætisráðherrabústaðnum við Downing Street 10 á meðan sóttvarnalög voru hvað ströngust. Vegna hneykslisins, sem kallað var „Partygate“ af breskum fjölmiðlum, varð fjöldinn allur af breskum valdamönnum fyrir mikilli andúð breskrar alþýðu sem sætti útgöngubanni á meðan þing- og auðmenn helltu í sig í fjölmennum veislum á kostnað skattgreiðanda.

Partygate fines: Are Boris Johnson and Rishi Sunak finished? - BBC News
Mynd/BBC – Rishi Sunak og Boris Johnson forsætisráðherra

Einnig kom í ljós að eiginkona hans Akshata Murty, sem er ein ríkasta kona Bretlands og erfingi milljarða, hafði nýtt sér það að hafa fæðst utan Bretlands og að hafa því svokallað „non-domiciled status“  til að forðast það að greiða breska skatta á alþjóðlega innkomu sína. Þetta gerði hún á meðan Rishi var fjármálaráðherra landsins. Akshata greiddi um þrjátíu þúsund pund árlega til að halda þessari stöðu en talið er að hún hafi komist hjá því að greiða um tuttugu milljón pund í breska skatta.

Rishi slapp þó fyrir horn þar sem einungis örfáum vikum eftir þetta hneyksli skall faraldur kórónuveirunnar á Bretland með mikilli hörku og því voru fáir að velta fyrir sér skattamálum eiginkonu hans. Rishi spilaði lykilhlutverk í efnahagslegum viðbrögðum bresku ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og naut ágætra vinsælda íhaldsmanna fyrir störf sín.

UK will recover 'quickly and strongly' after COVID-19 crisis: Rishi Sunak - The Economic Times
Mynd/The Economic Times

Degi eftir afsögn Boris Johnsons tilkynnti Rishi framboð sitt á samfélagsmiðlum og hét því að byggja upp traust kjósenda eftir róstursama embættistíð Boris. Ólíkt flestum frambjóðendum segist Rishi ekki styðja skattalækkanir og segir það munu leiða af sér verðhækkanir.

Rishi sagði við Mail on Sunday að hann vildi snúa við þróun í átt að kynhlutlausu máli í Bretlandi og sagði að „við yrðum að geta kallað móður móður og talað um brjóstagjöf.“ Ekki liggur fyrir hverja hann á við sem vilja banna það að tala um brjóstagjöf.

Eftir að Rishi hafði tilkynnt framboð sitt til embættisins fór myndbrot í dreifingu úr heimildaþætti BBC frá árinu 2001 sem hét Middle Classes – Their Rise and Sprawl, um millistétt Bretlands. Í viðtali sem tekið var við hann í þættinum virðist hann draga dár að þeirri hugmynd að hann gæti átt vini í verkalýðsstéttinni.

Myndbrotið hefur farið eins og eldur í sinu um Twitter og aðra miðla til lítillar lukku breskra netverja. Brotið má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“