fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Forstjóri Borealis Data Center nýr formaður Samtaka gagnavera

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný stjórn Samtaka gagnavera, DCI, tók til starfa á aðalfundi samtakanna í síðustu viku. Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center, var kjörinn formaður. Aðrir í stjórninni eru Gísli Kr. frá atNorth, Helgi Helgason frá Verne Global og Birkir Marteinsson frá Sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum gagnavera.

Samtök gagnavera voru stofnuð árið 2012 sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins.

„Það er með ánægju sem ég tek að mér að leiða Samtök gagnavera. Mikil framtíðartækifæri eru til staðar í gagnaversiðnaði. Uppbygging gagnaversiðnaðar á Íslandi hefur styrkt upplýsingatækni- og fjarskiptaiðnað hér á landi mikið á síðustu árum enda er um að ræða nátengdar atvinnugreinar,“ sagði Björn Brynjúlfsson, forstjóri Borealis Data Center.

„Gagnaver gegna lykilhlutverki í stafrænum heimi og með 5G væðingunni og hröðum tæknibreytingum mun gagnamagn aukast mikið til framtíðar. Helstu samkeppnisþjóðir Íslands hafa sett sér skýr markmið um uppbyggingu gagnaversiðnaðar og við megum ekki verða eftirbátur í þeim efnum. Ég hlakka til að vinna með hagaðilum, DCI og Samtökum iðnaðarins að því að efla íslenskan gagnaversiðnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“

Þorsteinn sendir Snorra væna pillu: „Hoppar í drullupollum með frægustu ofbeldismönnum landsins“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik

Sjóvá kemst ekki lengra með mál þremenninga sem sakaðir voru um tryggingasvik
Fréttir
Í gær

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning

Taktík Úkraínumanna hefur áhrif á Evrópuríki og rússneskan almenning
Fréttir
Í gær

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“

„Þetta snýst þannig séð ekk­ert um kyn­ferðis­lega mis­notk­un á börn­um“