fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Farþegar hvattir til að bóka bílastæði við Keflavíkurflugvöll tímanlega og á netinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. júlí 2022 16:15

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru á því að öll bílastæði við Keflavíkurflugvöll fyllist á næstu dögum. Erfitt gæti orðið að fá bílastæði við flugvöllinn við brottför í þessum júlímánuði nema að þau séu bókuð á netinu með góðum fyrirvara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavaia en þar segir:

„Gera má ráð fyrir því að langtímabílastæði við Keflavíkurflugvöll fyllist á næstu dögum og erfitt verið að fá bílastæði við flugvöllinn við brottför í júlímánuði nema að þau séu bókuð á netinu með fyrirvara. Farþegar er hvatt til að bóka bílastæði við flugvöllinn með góðum fyrirvara fyrir brottför til að tryggja sér stæði.

Bókunarkerfi fyrir bílastæði er að finna á vefsíðu Keflavíkurflugvallar og þar er hægt að fá bílastæðin á betri kjörum en þegar greitt er við hlið. Því fyrr sem bókað er, því lægra verð fæst.

Komi til þess að bílastæði verði fullnýtt eru farþegar, sem ekki eru með bókuð stæði, hvattir til að kanna notkun annarra samgöngumáta til að komast til og frá flugvellinum. Nánari upplýsingar um samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli má finna hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Í gær

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“