fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Eldur kom upp í fiskibát skammt norður af Hellissandi – Skipverji komst frá borði í björgunarbát

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 10:44

Mynd sýnir TF-GRO. Landhelgisgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í fiskibát skammt norður af Hellissandi í morgun.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að laust fyrir klukkan 09.30 hafi stjórnstöð borist  tilkynning frá vegfaranda í landi um að lítill fiskibátur væri brenna skammt norður af Hellissandi. Sást þá greinilega mikill reykur frá bátnum og mátti einnig greina eldtungur.

Landhelgisgæslan kallaði þegar út til skipa og báta á svæðinu að láta vita af sér og bað um að þau héldu að brennandi bátnum. Jafnframt voru björgunarsveitir og þyrla kölluð út á hæsta forgangi. Fljótt varð ljóst um hvaða bát væri að ræða en um borð var einn skipverji. Ekki náðist neitt samband við bátinn sem staddur var um 5 sjómílur frá landi.

Rétt fyrir klukkan 10 tilkynnti fiskibáturinn Didda SH-159 að hún hefði bjargað manni úr gúmmíbjörgunarbáti sem var á reki skammt frá brennandi bátnum. Var maðurinn ómeiddur. Var þyrlu þá snúið við en björgunarsveitir héldu áfram á vettvang.

Ekki bárust nein neyðarboð frá bátnum brennandi sem bendir til að atvikið hafi borið mjög brátt að.

Þá kemur fram að í tilkynningunni að þegar þetta sé skrifað er skipbrotsmaðurinn kominn um borð í björgunarskipið Björgu frá Rifi og vinnur áhöfn björgunarskipsins núna að slökkvistörfum við hinn brennandi bát.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna