fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Mikil fjölgun lyngbobba á höfuðborgarsvæðinu – „Má stundum heyra marr undan skósólum þegar kuðungar bresta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 15:30

Mynd/Heimur Smádýranna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenju mikill fjöldi lyngbobba hefur verið á ferðinni í görðum og göngustígum á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið. Á Facebook-síðunni Heimur Smádýranna, sem er í umsjón Erling Ólafssonar, skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands, kemur þetta fram.

„Um þetta berast mér stöðugar tilkynningar og fyrirspurnir. Margir sjá þessa stóru snigla í rauðbrúnum kuðungshúsum sínum meðal annars skríðandi yfir malbikaða göngu- og hjólastíga og jafnvel sem klessur undan dekkjum reiðhjóla. Þegar stigið er út í þéttvaxinn gróðurinn má stundum heyra marr undan skósólum þegar kuðungar bresta, slíkur er fjöldinn sums staðar,“ skrifar Erling.

Fjölgunin sé athyglisverð í ljósi þess að um aldamótin síðustu fundust lyngbobbar fyrst á höfuðborgarsvæðinu.

„Þeim fór fljótlega að fjölga og dreifðust þeir um víðan völl. En fjöldinn í sumar er engu lagi líkur. Lyngbobbinn þykir ekki aufúsugestur í görðum okkar því hann er töluvert ávagl og skaðar garðagróðurinn, að sjálfsögðu því meir sem fjöldi snigla verður meiri. Lyngbobbi hefur lengi verið landlægur á Austurlandi en allt bendir til að landnám hans suðvestanlands sé af innfluttum toga. Þar eru þeir stærri en ættingjarnir á Austurlandi,“ skrifar Erling.

Nánar er hægt að lesa um lyngbobba á vef Náttúrufræðistofnunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“