fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Tvær létust með skömmu millibili í Rauða hafinu eftir árásir hákarla – Aðeins 600 metrar milli árásanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. júlí 2022 08:52

Makó-hákarl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær konur létust af völdum hákarlaárásar með nokkra klukkustunda millibili í Rauða hafinu um helgina. Aðeins sex hundruðu metrar skildu svæðin að þar sem árásirnar áttu sér stað sem er suður af egypsku borginni Hurghada. Öllum nærliggjandi ströndum hefur verið lokað í þrjá daga í kjölfar árásanna.

Annars vegar lést fertug rúmensk kona og stuttu síðar 68 ára gömul kona frá Austurríki, Elisabet Sauer, sem búsett var í Egyptalandi ásamt þarlendum eiginmanni sínum.

Í óhuganlegu myndband af árásinni, sem fréttamiðillinn News.com birti, má sá Sauer á örvæntingafullu sundi eftir árásina en hákarlinn, sem var af tegundinni Makó, beit af henni handlegg og fótlegg. Skelfingu lostnir ferðamenn fylgjast með og henda einhverskonar flotholti til Sauer en hún lést af sárum sínum á spítala.

Óhuganlegt myndband af Elisabet Sauer að berjast fyrir lífi sínu hefur verið birt á erlendum miðlum

Lík rúmensku konunnar fannst síðar skammt frá en sú var í frí í Egyptlandi og gisti á fimm stjörnu lúxushótelinu Premiere Le Reve. Nafn hennar hefur ekki verið gefið upp að svo stöddu.

Háværar gagnrýnisraddir eru uppi varðandi skort á lífvörðum á svæðinu en sjónarvottar hafa lýst hræðilegri upplifun sinni af árásinni við erlenda miðla.

Elisabet Sauer

Árásir hákarla í Rauða hafinu eru sjaldgæfar en þeim hefur þó verið að fjölga á undanförnum árum. Árið 2020 missti 12 ára úkraínskur drengur handlegg og fótlegg í hákarla árás. Árið 2018 lést tékkneskur ferðamaður í slíkri árás og þýskur ferðamaður hlaut sömu örlög árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina