fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Tíu líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í nótt – Þar af þrjár stórfelldar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 3. júlí 2022 09:19

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en alls voru 87 mál skráð hjá henni frá klukkan 17 í gær og til klukkan 5 í morgun. Átta gistu í fangageymslum og fimm ökumenn voru teknir fyrir að aka undir áhrifum.

Alls var tilkynnt um 10 líkamsárásir til lögreglunnar í nótt, þar af voru þrjár af árásunum stórfelldar.

Tvær af þessum líkamsárásum fóru fram í 105 Reykjavík. Annars vegar var um að ræða einn mann sem grunaður er um líkamsárás og var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins, hann var einnig með fíkniefni á sér. Hins vegar er um að ræða tvo aðila sem voru báðir handteknir vegna líkamsárásar en þeir voru báðir vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins.

Þá var ein líkamsárás sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur, einstaklingurinn sem grunaður er um þá líkamsárás var handtekinn og gisti í fangageymslu í nótt. Sömu sögu er að segja af einstaklingi sem handtekinn var vegna gruns um líkamsárás í 112 Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“

Ánægja með Eurovision-ákvörðun RÚV og Gunnar Smári skýtur fast á Miðflokksmenn – „Kannski færi best að þetta fólk myndi flýja land“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Elmar fékk þungan dóm