fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Dómarinn sem Demókratar óttast mest – Eru getnaðarvarnir og réttindi samkynhneigðra næst á dagskrá?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. júní 2022 22:00

Clarence Thomas mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein helgi er nú liðin síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við dómafordæmi sem staðið hafði óhaggað í hálfa öld, Roe v. Wade. Dómurinn hindraði ríki Bandaríkjanna í að setja lög sem bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgengi kvenna að fóstureyðingum.

Dómurinn hefur víða verið fordæmdur, og vöktu orð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, athygli út fyrir landsteinana. Sagðist Katrín vera vonsvikin og niðurbrotinn vegna dómsins og ætlaðra áhrifa hans á komandi misserum.

En það er fleira sem veldur Demókrötum og frjálslyndari fólki Bandaríkjanna áhyggjum um þessar mundir. Í dómi Hæstaréttar frá því fyrir helgi reifaði nefnilega hæstaréttardómarinn Clarence Thomas, sem sagður hefur verið íhaldssamasti dómari dómstólsins, hugmyndir sínar í séráliti um að beita sömu túlkun á ákvæði stjórnarskrárinnar og gert var fyrir helgi á aðra fordæmisgefandi dóma. Nefndi hann sérstaklega dómana Griswold v. Connecticut, sem tryggði hjónum ótakmarkað aðgengi að getnaðarvörnum, Lawrence v. Texas, sem kom í veg fyrir að ríki Bandaríkjanna gætu sett lög sem bönnuðu kynlíf samkynhneigðra, og Obergefell v. Hodges, sem, tryggði samkynhneigðum rétt til þess að ganga í hjónaband. Síðastnefndi dómurinn fell fyrir aðeins 7 árum síðan.

Aðrir dómarar gengu ekki jafn langt og Thomas. Sagði Samuel Alito, sem ritaði meirihlutaálit Hæstaréttar fyrir helgi, að dómurinn væri ekki að horfa til þess að snúa þeim þeim dómum við.

Gagnrýnendur íhaldsstefnu Hæstaréttar benda hins vegar nú á að ástæða sé til þess að óttast framgöngu dómstólsins, þrátt fyrir orð Alito, enda þótti fyrir aðeins örfáum árum nánast óhugsandi að Roe v. Wade yrði snúið við.

Dómararnir þrír sem mynduðu minnihlutann í málinu fyrir helgi, allt konur, voru ómyrkar í sínu máli. „Enginn ætti að leggja traust á það, að þessi meirihluti hafi lokið sér af,“ skrifuðu þær í minnihlutaáliti sínu.

Samkvæmt frétt The Hill um málið hafði bann við fóstureyðingum þegar tekið gildi í níu ríkjum Bandaríkjanna strax á föstudag.

Clarence Thomas var skipaður dómari af George H. W. Bush fyrir 30 árum síðan. Mikið fjaðrafok var um skipun hans í embætti sem snerist að mestu um ásakanir Anítu Hill um að Thomas hefði áreitt hana kynferðislega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“