fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Danir senda hermenn til Íslands – „Það leikur enginn vafi á að það er stríð í Evrópu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 05:57

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska varnarmálaráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið tilkynntu í gær að Danir muni senda hermenn til Íslands á næstunni. „Danmörk er land sem sýnir ábyrgð. Við bjóðum okkur fram og við leggjum okkar af mörkum þegar óöryggi er í heimsmálum. Við getum svo sannarlega verið stolt af framlagi okkar,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, þegar hann og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra, tilkynntu um fyrirhuguð verkefni danska hersins í Norður-Atlantshafi.

Þau verkefni sem Danir munu taka þátt í á og við Ísland eru að þeir munu senda freigátu og 135 hermenn til starfa með flugmóðurskipadeild sem verður undir forystu Bandaríkjanna. Herskipin munu sinna eftirliti í norðanverðu Atlantshafi og eiga um leið að sýna mátt NATÓ og vera fæling. Einnig senda þeir orustuþotur og hermenn hingað til lands.

„Það leikur enginn vafi á að það er stríð í Evrópu. Af þeim sökum er mikilvægt að við stöndum saman og sýnum að við getum æft og starfað saman og það er það sem þetta er,“ sagði Bødskov að sögn Danska ríkisútvarpsins.

Í ágúst senda Danir fjórar F-16 orustuþotur og um 65 hermenn hingað til lands. Verkefni þeirra mun standa yfir í um fjórar vikur en það felst í að annast loftrýmisgæslu landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill