fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Danir senda hermenn til Íslands – „Það leikur enginn vafi á að það er stríð í Evrópu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júní 2022 05:57

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska varnarmálaráðuneytið og utanríkismálaráðuneytið tilkynntu í gær að Danir muni senda hermenn til Íslands á næstunni. „Danmörk er land sem sýnir ábyrgð. Við bjóðum okkur fram og við leggjum okkar af mörkum þegar óöryggi er í heimsmálum. Við getum svo sannarlega verið stolt af framlagi okkar,“ sagði Jeppe Kofod, utanríkisráðherra, þegar hann og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra, tilkynntu um fyrirhuguð verkefni danska hersins í Norður-Atlantshafi.

Þau verkefni sem Danir munu taka þátt í á og við Ísland eru að þeir munu senda freigátu og 135 hermenn til starfa með flugmóðurskipadeild sem verður undir forystu Bandaríkjanna. Herskipin munu sinna eftirliti í norðanverðu Atlantshafi og eiga um leið að sýna mátt NATÓ og vera fæling. Einnig senda þeir orustuþotur og hermenn hingað til lands.

„Það leikur enginn vafi á að það er stríð í Evrópu. Af þeim sökum er mikilvægt að við stöndum saman og sýnum að við getum æft og starfað saman og það er það sem þetta er,“ sagði Bødskov að sögn Danska ríkisútvarpsins.

Í ágúst senda Danir fjórar F-16 orustuþotur og um 65 hermenn hingað til lands. Verkefni þeirra mun standa yfir í um fjórar vikur en það felst í að annast loftrýmisgæslu landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum