fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Björn Þorláks fær 7 milljónir frá íslenska ríkinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. júní 2022 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Birni Þorlákssyni, blaðamanni og fyrrverandi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, tæpar 7 milljónir króna auk málskostnaðar vegna ólögmætrar niðurlagningar á starfi hans hjá Umhverfisstofnun.

Björn var ráðinn upplýsingafulltrúi þar í ársbyrjun 2017 en starf hans var lagt niður í byrjun ársins 2021.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Björn hafi orðið fyrir slysi í desember 2019 og átt við talsverða vanheilsu að stríða á fyrri hluta ár 2020. Í júnímánuði fékk hann bréf frá yfirmanni sínum þar sem hann var beðinn að skila tölvu og farsíma til að hægt væri að nýta það í fjarveru hans. Í nóvembermánuði, eftir að Björn var kominn aftur til starfa var hann kallaður á fund forstjóra og mannauðsstjóra og honum afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans.

Starfið lagt niður

Ástæða breytinganna var sögð almenn aðhaldskrafa fyrir rekstur stofnunarinnar og aukin áhersla á stafræna þróun. Með bréfinu fylgdi ný starfslýsing og Birni boðið að taka þátt í hæfnismati út frá breyttum hæfniskröfum. Þar sagði ennfremur að ef hann vildi ekki taka þátt í hæfnismati jafngilti það því að hann kysi að taka ekki þátt í endurskipulagningu og þar með kæmi til uppsagnar eða samkomulags um starfslok.

Björn samþykkti að taka þátt í hæfnismatinu með fyrirvara um lögmæti þess, og gekkst undir sérstakt hæfnismat í nóvemberlok. Fyrri hluta desembermánaðar áttu Björn og forstjóri Umhverfisstofnunar í bréfaskriftum um hugsanleg starfslok hans en ekki náðist samkomulag. Þann 15. janúar 2021 fékk Björn síðan bréf frá Umhverfisstofnun þar sem tilkynnt var að leggja ætti niður starf hans sem upplýsingafulltrúa þann 1. febrúar og þar með myndi vinnuskylda hans falla niður.

Björn stefndi íslenska ríkinu og fór fram á tveggja ára laun og 3 milljónir í miskabætur, alls 23 milljónir.

„Yfirvarp  til  að  losna við  hann  frá  stofnuninni“

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að fyrir liggi að Umhverfisstofnun auglýsti laust til umsóknar nýtt starf sérfræðing í starfrænni þróun, fræðslu og miðlum.  Af  verkefnalýsingu  starfsins sé ljóst að um er að ræða verkefni sem Björn sinnti áður. Af því sem fram kemur í málatilbúnaði Umhverfisstofnunar um þær áherslubreytingar sem gerðar höfðu verið með breyttri  starfslýsingu og um margt eru fremur óljósar að mati dómsins.

Í málatilbúnaði Björns sagði að með auglýsingunni hafi Umhverfisstofnun staðfest að hans mati að „svokölluð niðurlagning starfs stefnanda  hafi  verið  yfirvarp  til  að  losna við  hann  frá  stofnuninni.“

Það er afstaða dómsins að  Umhverfisstofnun hafi  ekki  sýnt  fram  á  að  neinar  þær  áherslubreytingar  hafi  orðið  með  hinni  breyttu starfslýsingu að ekki hafi mátt gera ráð fyrir að Björn gæti fullnægt þeim  breyttu hæfniskröfum sem af þeim leiddi.

Dómurinn fellst á það með Birni að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hafi með ákvörðun sinni um að leggja niður starf upplýsingafulltrúa sem Björn gegndi, brotið gegn rétti hans með saknæmum og ólögmætum hætti og bakað Umhverfisstofnun bótaskyldu. Þá er ennfremur fallist á það með Birni að framganga Umhverfisstofnunar hafi verið til þess fallin að vera meðandi fyrir hann og skaða faglegt orðsport hans, auk þess sem hún var til þess fallin að valda verulegri röskun á stöðu hans og högum, en hann þurfti að flytja búferlum frá Akureyri til Reykjavíkur til að finna nýja vinnu.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.

Fyrirvari: Björn er nú starfsmaður Fréttablaðsins sem er í eigu Torgs rétt eins og DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“