fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Landsréttur þyngdi dóm yfir manni sem beitti eiginkonu og þrjú börn ofbeldi – Ógnarástand á heimilinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júní 2022 17:30

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur álítur að stöðugt ógnarástand hafi ríkt á heimili manns sem beitti eiginkonu sína og þrjú börn ofbeldi. Þetta kemur fram í dómi sem féll í morgun. Landsréttur þyngdi fangelsisdóm héraðsdóms yfir manninum úr eins árs fangelsi í eins og hálfs árs fangelsi. Leggur Landsréttur áherslu á það í niðurstöðu sinni að eðlilegt sé að meta ofbeldisbrot í nánum samböndum heildstætt án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik fyrir sig. Segir Landsréttur að í því ógnarástandi sem maðurinn hafi skapað á heimili sínu hafi kona hans og börn getað átt von á ofbeldi næstum hvenær sem var.

Í ákæru var maðurinn meðal annars sakaður um að hafa misboðið ólögráða syni sínum andlega og líkamlega með því að kasta bolla með heitu tei í áttina að honum, hóta honum lífláti, rífa í föt hans, sparka í rúmdýnu, rífa handklæðaslá af vegg á baðhergi og slá með henni í stigahandrið og í höfuð móður drengsins að honum ásjáandi.

Í öðru tilviki er maðurinn sagður hafa rifið í hár sonar síns og sveiflað höfði hans til og frá ásamt því að ráðast á móður og bræður drengsins að honum ásjáandi.

Hafði þvaglát í ferðatösku

Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa slegið eiginkonu sína með ferðatösku í höfuðið, farið síðan með ferðatöskuna inn í hjónaherbergi og haft þvaglát í hana. Hann er einnig sakaður um mörg önnur ofbeldisbrot gagnvart konunni.

Sem fyrr segir var fangelsisdómur mannsins fyrir Landsrétti þyngdur upp í eitt og hálft ár en miskabætur til handa konu hans og börnum eru óbreyttar frá dómi í héraði. Er hann dæmdur til að greiða eiginkonunni 1,2 milljónir í bætur, einu barninu 1 milljón, öðru 800 þúsund krónur og því þriðja 600 þúsund.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu