fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Bubbi býður sig fram – „Sterkt og mikilvægt“ að kona sé í forsvari fyrir SÁÁ

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 14. júní 2022 17:32

Bubbi Morthens Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér þykir þetta vera frábær samtök sem hafa staðið fyrir stórkostlegum hlutum. En þetta er eins og með björgunarsveitirnar, mikið af þessu starfi byggir á sjálfboðavinnu og það er mikilvægt að láta til sín taka og geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður.

Bubbi tilkynnti á Facebook í gær að þeir bræður, hann og Tolli Morthens, hafi ákveðið að styðja stjórn SÁÁ á komandi aðalfundi félagsins og gefa kost á sér til setu í aðalstjórn.

Aðalfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 21. júní en síðasti dagur til tryggja sér kosningarétt er að skrá sig í félagið í dag. „Hvetjum við vini og velunnara SÁÁ að taka þátt í að styrkja núverandi stjórn bæði markmið hennar og leiðir,“ skrifaði Bubbi ennfremur.

Aðalstjórn samtakanna skipa 48 einstaklingar. Kjörtími stjórnarmanna er þrjú ár og skulu 16 kjörnir á hverjum aðalfundi auk 7 varamanna til eins árs.

Fagnar ungu fólki

Í samtali við DV segist hann tvisvar áður hafa setið í stjórn SÁÁ, einu sinni þegar Gunnar Smári Egilsson var formaður og einu sinni þegar Þórarinn Tyrfingsson var formaður.

„Ég er búinn að vera edrú í 28 ár og hef verið tengdur SÁÁ síðan 1985,“ segir hann og ber því sterkar taugar til samtakanna.

Hann segir mikilvægt að í stjórn sitji fólk með reynslu en fagnar líka öllu því unga fólki sem hefur verið að koma nýtt inn.

„Ég vil sjá sem mest af ungu fólki fylkja sér að baki SÁÁ. Við þurfum ungt fólk með ferska sýn á tilveruna,“ segir hann.

Ekki í formannshugleiðingum

Aðspurður segir Bubbi að það sé hvorki á dagskrá hjá honum sjálfum né Tolla að sækjast eftir formannsembætti.

Formaður SÁÁ er Anna Hildur Guðmundsdóttir sem tók við eftir að Einar Hermannsson sagði af sér í ársbyrjun í kjölfar þess að upp komst að hann hafði keypt vændi af skjólstæðingi samtakanna.

Þá reiknar Bubbi ekki með formannsslag þrátt fyrir að sumir þeirra sem áður gerðu sig gildandi innan samtakanna séu ekki ánægðir með innkomu nýs fólks með nýjar áherslur.

„Það gleður mig að kona sé í forsvari fyrir SÁÁ, mér finnst það sterkt og mikilvægt. Hún er flottur formaður,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“

Hreppsnefnd Tjörneshrepps afþakkaði tæplega 250 milljón króna framlag – „Svona hátt framlag sé fáránlegt“
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum