fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Stefnir í skelfilegt met í Svíþjóð – Morðtíðnin í hæstu hæðum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að skelfilegt met verði slegið í Svíþjóð á árinu. Frá janúar og fram til síðustu mánaðamóta voru 30 skotnir til bana þar í landi en síðustu tvö ár voru um 17 skotnir til bana á sama tíma hvort ár.

Lögreglan óttast því að metið frá 2020, sem var jafnað 2021, verði slegið í sumar eða haust en það er 47.

Danska ríkisútvarpið segir að sænskur almenningur sé ekki í neinum vafa um hver ástæðan fyrir þessari þróun sé: Sá vandi sem landið glímir við varðandi unga karlmenn sem eru í stríði við hver annan. Sem sagt átök glæpagengja.

Nú hefur sú breyting orðið á morðum af þessu tagi að þau einskorðast ekki lengur við stórborgirnar. Þau eru nú einnig framin í minni bæjum. Til dæmis má nefna að í Kalmar hafa þrír verið skotnir til bana á árinu en þar berjast glæpagengi um yfirráð yfir fíkniefnamarkaðnum. Í bænum búa um 36.000 manns.

Lögreglan segir að net glæpagengja í Svíþjóð sé flókið og gengin mjög mörg. Óttast lögreglan að enn fleiri morð verði framin í sumar. Yfirleitt hafi morðum, tengdum átökum glæpagengja, fjölgað á sumrin því þá sé bjart og auðveldara að finna fórnarlömbin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Í gær

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af