fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fréttir

Stefnir í skelfilegt met í Svíþjóð – Morðtíðnin í hæstu hæðum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júní 2022 09:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í að skelfilegt met verði slegið í Svíþjóð á árinu. Frá janúar og fram til síðustu mánaðamóta voru 30 skotnir til bana þar í landi en síðustu tvö ár voru um 17 skotnir til bana á sama tíma hvort ár.

Lögreglan óttast því að metið frá 2020, sem var jafnað 2021, verði slegið í sumar eða haust en það er 47.

Danska ríkisútvarpið segir að sænskur almenningur sé ekki í neinum vafa um hver ástæðan fyrir þessari þróun sé: Sá vandi sem landið glímir við varðandi unga karlmenn sem eru í stríði við hver annan. Sem sagt átök glæpagengja.

Nú hefur sú breyting orðið á morðum af þessu tagi að þau einskorðast ekki lengur við stórborgirnar. Þau eru nú einnig framin í minni bæjum. Til dæmis má nefna að í Kalmar hafa þrír verið skotnir til bana á árinu en þar berjast glæpagengi um yfirráð yfir fíkniefnamarkaðnum. Í bænum búa um 36.000 manns.

Lögreglan segir að net glæpagengja í Svíþjóð sé flókið og gengin mjög mörg. Óttast lögreglan að enn fleiri morð verði framin í sumar. Yfirleitt hafi morðum, tengdum átökum glæpagengja, fjölgað á sumrin því þá sé bjart og auðveldara að finna fórnarlömbin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð