fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Sjáðu Guðmund Felix í þættinum Good Morning Britain – „Má ég taka í höndina á þér?“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 11. júní 2022 11:00

Skjáskot/Good Morning Britain/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Felix Grétarsson var gestur í hinum sívinsæla morgunþætti Good Morning Britain í gær, föstudag.

Þar var fjallað um „kraftaverkaaðgerðina“ sem hann gekkst undir en eins og flestir Íslendingar vita varð Guðmundur Felix fyrsti einstaklingurinn í heiminum til að undirgangast tvöfalda handleggjaágræðslu við axlir í byrjun síðasta árs í Frakklandi.

Með honum í beinni útsendingu var eiginkona hans, Sylwia Gretarsson Nowakowska.

Innslagið hefst á mynd af því þegar hann faðmar Diljá Natalíu dóttur sína í fyrsta sinn síðan hún var þriggja mánaða gömul en Guðmundur Felix missti handleggina í hræðilegu vinnuslysi árið 1998. Eldri dóttur hans, Rebekka Rut, var þá fjögurra ára og ólust þær upp við að eiga pabba með enga handleggi. Fyrr en nú. Eftir smá upprifjun í máli og myndum hefst viðtalið.

Gríðarlegar framfarir hjá Guðmundi Felix hafa komið læknum, og ekki síst honum sjálfum, afar skemmtilega á óvart enda getur hann þegar gert ýmislegt sem ekki var reiknað með að hann myndi geta nærri því strax.

Hann segir til að mynda frá því í viðtalinu að hann sé kominn með tilfinningu í alla fingur en þó ekki að fullu. „Ég var að sópa í kring um sundlaugina um daginn og áttaði mig ekki á því að ég væri kominn með blöðrur á hendurnar fyrr en ég sá blóðið á sópnum,“ sagði hann.

Spurður hvað hann langar mest að geta gert af því sem hann getur enn ekki gert svaraði hann: „Mig langa að hjóla á reiðhjóli.“

Undir lok viðtalsins spyr síðan annar þáttarstjórnandinn: „Má ég taka í höndina á þér?“ Og eftir að hún fær leyfið nánast hrópar hún upp yfir sig: „Vá, þetta er mögnuð upplifun fyrir mig.“

Hér má sjá innslagið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi

Stór skjálfti við Grímsey í morgun – Fannst víða í byggð á Norðurlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar

Geymdi dauðan frænda sinn bílskúrnum í fimm ár – Keypti eðlur fyrir bæturnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn

HR sendi nemanda með prófkvíða í tvö sjúkrapróf sama daginn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf

Grunaður um líkamsárás á reiðhjólaþjóf
Fréttir
Í gær

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“

Unglingar hrella íbúa á Völlunum og taka það upp fyrir samfélagsmiðla – „Koma að húsinu mínu og slamma á útidyrahurðina með miklu afli“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“

Gagnrýnir stjórnvöld og sakar um mannvonsku – „Leggja líf ungs fólks í hættu vegna þess að þeim líkar ekki við fyrirtækið sem bjargar þeim“