fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Reynir fékk á sig tvo úrskurði frá siðanefnd sama daginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júní 2022 11:24

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, var í gær úrskurðaður brotlegur við siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ) vegna tveggja kæra frá Róberti Wessmann sem sakaði Reyni um ósannindi í umfjöllun um sig í Mannlífi.

Við sögum frá fyrri kærunni í gær, þar sem Róbert kærði vegna fimm greina í Mannlífi, en í síðari kærunni er kært vegna tveggja greina, önnur er með fyrirsögninni „Svafa Grönfeld ætlar að bera vitni: Svarar spurningum um meinta líkamsárás Roberts á Phil Price“, hin með fyrirsögninni „Vitni staðfestu líkamsárásir Róberts við Fréttablaðið – Svafa vonaði að „þetta fréttist ekki“.

Siðanefnd tekur ekki afstöðu til sanngildi fréttanna heldur finnur Reyni brotlegan við siðareglur á þeim forsendum að hann hafi þegið greiðslur frá Halldóri Kristmannssyni, heimildarmanni sínum í þessum fréttaflutningi, vegna bókaskrifa, og sé þar með orðinn vanhæfur til að fjalla um mál sem honum tengjast.

Siðanefnd fann Reyni brotlegan í tveimur kærum Róberts Wessmann sama daginn og þykir slíkt einsdæmi. Brotin eru sögð alvarleg.

Úrskurðina má lesa hér og hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Í gær

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Í gær

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið