Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, greinir frá því að það hafi verið brotist inn í verslun þeirra á Dalvegi í Kópavogi í morgun. Lögreglan var fljót á vettvang en innbrotsþjófnum tókst að hafa á brott með sér múffu.
„Morguninn byrjaði ansi leiðinlega. Það var brotist inn í Blush á Dalvegi klukkan sjö í morgun,“ segir hún í Story á Instagram. Fréttablaðið greindi fyrst frá.
Það voru vitni að innbrotinu sem hringdu á lögregluna, sem var mætt innan tveggja mínútna að sögn Gerðar.
„Ef þið sjáið einstakling, karlmann, labbandi um í Kópavoginum með múffu undir hendinni – frekar veglaga múffu, hann tók stærri gerðina – þá megið þið endilega hringja á lögguna.“
Gerður segir að maðurinn hafi verið fótgangandi og birtir mynd af múffunni sem hann stal.
„Ég vona að það séu glerbrot í henni þegar hann ætlar heim og nota hana,“ segir hún.
„Það er öryggiskerfi í verslunninni og myndavélar, það er aldrei peningur í kassanum, þannig þetta var mjög tilgangslaust innbrot. Hann náði ekki miklu nema þessari múffu. Vonandi verður þetta þess virði fyrir viðkomandi. En lögreglan er með góðar upplýsingar og myndir, þannig vonandi finna þeir hann bara.“