fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fréttir

Úkraínumenn óttast innrás Hvít-Rússa – Lúkasjenkó er að tvöfalda her sinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 22:30

Hvítrússneskir hermenn. Mynd:getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil hreyfing hefur verið á hvítrússneska hernum að undanförnu og hefur verið fjölgað mjög í herliðinu við landamærin að Úkraínu en landamærin ríkjanna eru um 1.000 kílómetra löng. Þetta hefur ýtt undir áhyggjur Úkraínumanna um að Aledsandr Lúkasjenkó, einræðisherra í Hvíta-Rússlandi, hyggist ráðast inn í Úkraínu til að styðja við bakið á hernaði Vladímír Pútíns.

Síðustu daga hafa Rússar gert fleiri árásir á höfuðborgina Kyiv og fleiri bæi og borgir í norðurhluta Úkraínu en í upphafi stríðsins reyndu þeir að ná þessum borgum og bæjum á sitt vald og notuðu Hvíta-Rússland sem upphafsstað fyrir innrásarliðið.

Samhliða þessu breytta árásarmynstri Rússa og liðsflutninga Rússa hafa Úkraínumenn vaxandi áhyggjur af fyrirætlunum Lúkasjenkó, sem er undir hæl Pútíns, og hvort hann ætli að senda her sinn inn í Úkraínu eða hvort Rússar hyggist gera atlögu á nýjan leik frá Hvíta-Rússlandi en þar eru mörg þúsund rússneskir hermenn.

Hvítrússar hafa verið við heræfingar við úkraínsku landamærin síðan í byrjun maí og í lok maí ákvað Lúkasjenkó að ný stjórnstöð fyrir herinn verði reist við úkraínsku landamærin.

Úkraínska herstjórnin segir að Hvítrússar hafi í hyggju að fjölga hermönnum sínum úr 45.000 í 80.000.

Bandaríska hugveitan Atlantic Council varaði á föstudaginn við umsvifum hvítrússneska hersins við úkraínsku landamærin.  Segir hugveitan að miklir liðsflutningar hafi verið við landamærin. Úkraínski blaðamaðurinn Iuliia Mendel hefur einnig áhyggjur af þessu og birti myndband sem sýnir hluta af umsvifum Hvítrússa.

Frá því að Úkraínumenn hröktu rússneska herinn á brott frá Kyiv og nærsveitum hafa þeir styrkt varnir sínar við norðurlandamæri sín en þau voru áður nánast óvarin. Þeir eru því undir árás Hvítrússa búnir.

Lúkasjenkó hefur ítrekað vísað því á bug að Hvítrússar hyggist blanda sér í stríðið þrátt fyrir víðtæka hernaðarsamvinnu þeirra og Rússa. Lúkasjenkó hefur leyft Rússum að koma kjarnorkuvopnum fyrir í landinu og heldur þjóð sinni í heljargreipum. En ólíkt því sem er í Rússlandi þá njóta Úkraínumenn mikils stuðnings meðal Hvítrússa. Mörg þúsund Hvítrússar berjast með Úkraínumönnum og fréttir hafa borist af skemmdarverkum í Hvíta-Rússlandi sem hafa beinst gegn birgðaflutningum Rússa.

Lúkasjenkó er mjög óvinsæll í Hvíta-Rússlandi, bæði meðal almennings og innan hersins, og veit af því. Herinn er einnig illa á sig kominn, mun verr en sá rússneski, og því ekki víst að Lúkasjenkó þori að etja honum gegn Úkraínumönnum sem hafa farið illa með rússneska herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nafn mannsins sem lést í sjósundi við Langasand

Nafn mannsins sem lést í sjósundi við Langasand
Fréttir
Í gær

Fordæma netárás og hótanir í garð Fréttablaðsins – „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils“

Fordæma netárás og hótanir í garð Fréttablaðsins – „Alvarleg tilraun til að hafa áhrif á sjálfstæða ritstjórn íslensks fjölmiðils“
Fréttir
Í gær

Fréttablaðið kærir hótanir hakkara til lögreglu – „Þetta er atlaga að fjölmiðlafrelsi“

Fréttablaðið kærir hótanir hakkara til lögreglu – „Þetta er atlaga að fjölmiðlafrelsi“
Fréttir
Í gær

Brotist inn í lúxusvöruverslunina Attikk í morgun – MYNDIR

Brotist inn í lúxusvöruverslunina Attikk í morgun – MYNDIR
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar vonsvikinn eftir fund um mál kennarans sem smánaði hann – „Þær sögðu að þetta væri ekki einelti heldur mistök“

Gunnar vonsvikinn eftir fund um mál kennarans sem smánaði hann – „Þær sögðu að þetta væri ekki einelti heldur mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

234 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí

234 þúsund brottfarir erlendra farþega í júlí