fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Kjarnorkuváin vex í Evrópu – „Ég sé greinilega aukna hættu hvað varðar notkun kjarnorkuvopna“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 07:00

Orka á við 25 milljarða kjarnorkusprengja! Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hótanir Rússa um að beita kjarnorkuvopnum hafa endurvakið ótta um að til kjarnorkustríðs geti komið. Ákveðin teikn eru sögð á lofti um að Rússar íhugi skref í þessa átt og þau ferli sem eiga að forða því að kjarnorkuvopnum verði beitt eru orðin ryðguð.

Margir vestrænir stjórnmálamenn og sérfræðingar hafa áhyggjur af hótunum Rússa um beitingu kjarnorkuvopna. Nikolaj Sokov, sérfræðingur hjá James Martin Center for Non-Proliferation Studies hugveitunni, segir að þrátt fyrir að hættan á beitingu kjarnorkuvopna vofi kannski ekki beint yfir þá sé ábyrgðarlaust að segja hana úr sögunni.

„Ég sé greinilega aukna hættu hvað varðar notkun kjarnorkuvopna, eins og flestir aðrir,“ hefur Jótlandspósturinn eftir honum.

Hann sagði að hættan „sé meiri en fyrir stríðið“ en þó ekki á krítísku stigi. „Það er útilokað að koma með nákvæma tölu um líkurnar en ég myndi líklega meta hana um 10%,“ sagði hann en hann þekkir til stöðunnar og hugsanagangsins, tengdum kjarnorkuvopnum, bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum.

Hann starfaði hjá sovéska og síðar rússneska utanríkisráðuneytinu á níunda og tíunda áratugnum við samningaviðræðum um afvopnun. Frá miðjum tíunda áratugnum hefur hann sinnt rannsóknum á þessu sviði hjá vestrænum stofnunum og hugveitum.

Sokov sagði að engir samningar séu til sem geti dregið úr hættunni á notkun kjarnorkuvopna til skamms tíma. Mörg ár taki að semja um kjarnorkuvopnaafvopnun og því sé mjög mikilvægt í núverandi stöðu að tryggja að samskiptalínur séu opnar á milli aðila. Þá sé hugsanlegt að hægt verði að eiga í samskiptum ef eitthvað gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“