fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

„Innbrotsþjófar þakka LXS hópnum kærlega fyrir“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. maí 2022 17:35

LXS-skvísurnar - Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallað stéttarfélag innbrotsþjófa hefur vakið mikla athygli síðan það hóf að auglýsa út um allan bæ. Fyrr í mánuðinum fór fólk að sjá auglýsingar frá þessu meinta stéttarfélagi en í þeim hefur fólk verið beðið um að auðvelda verkin fyrir innbrotsþjófa. Til að mynda hefur fólk verið beðið um að festa ekki sjónvörpin sín upp á vegg því þannig er erfiðara að stela þeim.

DV fjallaði ítarlega um félagið og auglýsingaherferð þess í síðustu viku. Athygli hefur vakið að í kjölfar auglýsinganna frá félaginu má að jafnaði heyra eða sjá auglýsingar frá fjarskiptafyrirtækinu Nova, þar sem auglýstar eru snjallar lausnir við að verja heimili. Heimasíða félagsins er þar engin undantekning og gætu því ýmsir talið að hér sé sérstaklega snjöll auglýsingaherferð á ferðinni.

Sjá meira: Meint stéttarfélag innbrotsþjófa vekur athygli – „Munið að festa flatskjá aldrei við vegg“

Mynd/Stéttarfélag innbrotsþjófa

Þakka LXS-skvísunum fyrir

Félagið hafði í dag samband við DV til að vekja athygli á nýjasta baráttumálinu þeirra, að fólk sé duglegra að segja frá því þegar það fer í frí. Upp komst um þetta nýja baráttumál á Facebook í dag en þar hvatti félagið fólk til að vera sýnilegt í fríinu. „Fólk var ekki nógu duglegt að láta vita af ferðum sínum um helgina. Verum sýnileg í fríinu!“ segir í færslunni sem um ræðir.

Í tölvupósti sem sendur var á DV í dag fer félagið nánar yfir þetta nýjasta baráttumál sitt. „Það var því miður lítið um að okkar fólk var látið vita af ferðum utanbæjar þessa helgi,“ segir í tölvupóstinum.

Þá hrósar félagið LXS skvísunum, hópi áhrifavalda sem vekja reglulega mikla athygli á samfélagsmiðlum, fyrir að segja einmitt frá því þegar þær fara í frí. „Stóra undantekningin er reyndar svokallaður LXS hópur sem var mjög duglegur að láta vita af stórskemmtilegri ferð sinni til London,“ segir félagið.

„Innbrotsþjófar þakka LXS hópnum kærlega fyrir enda var framtakið til fyrirmyndar. Landsmenn mættu temja sér að láta vita með svona áberandi hætti þegar þau eru að heiman.“

Sjá einnig: Myndasyrpa: LXS-dívurnar taka yfir Lundúnaborg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum