Dagbladet segir að rússneska ríkissjónvarpsstöðin Ria Novosti hafi skýrt frá þessu. „Þetta verður óvænt. Auðvitað mun ákvörðunin taka mið af öllum þáttum tengdum aðild Finnlands að NATÓ. Út frá þessum þáttum verður tekin ákvörðun en hún verður fyrst og fremst hernaðarlegs eðlis,“ sagði hún.
Maria Zakharova er eina konan sem gegnir starfi upplýsingafulltrúa (talskonu) fyrir rússnesk stjórnvöld. Hún er þjóðþekkt og þykir mjög greind og er einarður andstæðingur Vesturlanda. Hún er oft kölluð „áróðursdrottning Pútíns“.