fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fréttir

Dómur fallinn í máli Brynjars Joensen – Eitt af stærstu kynferðisbrotamálum í sögu Íslands

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. maí 2022 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur féll í dag í Héraðsdómi Reykjaness í máli Brynjars Joensen Creed sem ákærður var fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn fimm stúlkum  undir 15 ára aldri.

Samkvæmt  upplýsingum frá héraðssaksóknara var Brynjar sakfelldur fyrir suma ákæruliði en sýknaður í öðrum. Ákæruliðir voru samtals 17.

Brynjar var dæmdur í sex ára fangelsi.

Hann var jafnframt úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald en rannsókn stendur yfir á fjölmörgum meintum kynferðisbrotum hans. Ætluð brot Brynjars eru gífurlega umfangsmikil og hefur hérðassóknari sagt í samtali við DV áður að málið sé klárlega eitt af umfangsmestu kynferðisbrotamálum sögunnar.

Frá rafrænu áreiti upp í nauðganir

Samkvæmt ákæru hafði Brynjar samband við stúlkurnar í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann klæmdist við þær, sendi þeim klámmyndir og fékk þær til að senda sér myndir. Hann var sakaður um nauðgun gegn stúlku í bíl og annarri á gistiheimli. Hann hefur fékk stúlkur til að nota kynlífshjálpartæki við kynlífsathafnir, taka upp myndbönd af þeim og láta senda honum.

Einnig er hann sagður hafa sent kynferðisleg myndskeið af einni stúlku til annarra stúlkna án samþykkis hennar, samkvæmt ákæru.

Hann er sagður hafa afhent einni stúlkunni kynlífshjálpartæki og undirföt og fengið hana til að nota tækið og senda sér myndefni af þeirri athöfn.

Sjá einnig: Meintur íslenskur barnaníðingur ákærður fyrir 17 brot – Sagður hafa látið börn nota kynlífshjálpartæki og nauðgað stúlku á gistiheimili

Brynjar er talinn hafa spilað nokkurs konar tölvuleik með þolendur sína þar sem sífellt grófari athafnir hafi verið verðlaunaðar með dýrari verðlaunum. Má í raun skipta þessu rafræna atferli upp í fimm borð, með líkingu við getustig í tölvuleikjum. Þannig hafi fyrsta borð verið að fá stúlku til að brosa eða hlæja í myndavél, borð tvö að senda mynd af buxnaklæddum afturenda og e.t.v. slá í afturendann, borð þrjú að hrista brjóst og senda mynd af næxbuxnaklæddum rassi, borð fjögur nakinn rass, brjóstaskora eða fullnekt; og lokaborðið er fullnæging í myndskeiði.

Brynjar setti þetta upp sem leik og í síma hans fundust skjáskot af borðunum fimm og skilaboð á milli hans og ótalmargra stúlkna sem hann reyndi að fá til að spila leikinn. Nær allar þær stúlkur sem Brynjar á enn eftir að ákæra fyrir að hafa brotið gegn spiluðu leikinm við hann.

Brynjar er sagður hafa greitt stúlkunum fyrir þessar athafnir og myndskeiðasendingar með rafrettum, rafrettuáfyllingarvökva, áfengi, undirfötum og kynlífshjálpartækjum.

Þess má geta að í ákæru er Brynjar meðal annars sagður hafa gerst brotlegur við lög um rafettur og áfyllingar fyrir rafrettur, sem og við ákvæði áfengislaga. Einnig er hann sakaður um brot á 99. grein barnaverndarlaga, þar sem segir: „Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.“

Var handtekinn á vinnustað sínum

Elsta brot Brynjars er frá árinu 2018 en flest brotin voru framin á síðasta ári. Brynjar var handtekinn á vinnustað sínum, stóru heildsölufyrirtæki, þann 8. nóvember, og hefur síðan þá setið í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hjá fyrirtækinu starfaði Brynjar við viðhald tækja og þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og skóla. Lögreglan lagði hald á vinnubíl hans og var meðal annars notast við upplýsingar úr ökurita við rannsókn málsins.

„Hann var hæglátur, pínu undarlegur. Utan við sig og erfitt að átta sig á honum. Lágmæltur,“ segir vinnufélagi Brynjars hjá fyrirtækinu, sem ræddi stuttlega við DV á dögunum.

„Brynjar var augljóslega undir einhvers konar álagi. Hann klessti vinnubíl illa og var stundum að bakka á eða keyra utan í. Eins og hann væri ekki með hugann við umhverfið. Núna veit maður hvað hann var að hugsa um. Ógeðslegt,“ segir vinnufélaginn ennfremur.

Sjá einnig: Brynjar var handtekinn á vinnustað sínum og lagt hald á vinnubílinn

Þess má geta að Brynjar var trúnaðarmaður fyrir sinn vinnustað hjá VR. Hann hefur tekið þátt í almenningshlaupum og hlaupið til styrktar góðum málefnum.

Sem fyrr segir bíða Brynjars fleiri ákærur þar sem meint brot hans af sama tagi og hann var sakfelldur fyrir í dag eru í rannsókn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu ítrekað

Ákærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu ítrekað
Fréttir
Í gær

Rússneska sendiráðið segist ekki bera ábyrgð á netárás á vef Fréttablaðsins í morgun – „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu“

Rússneska sendiráðið segist ekki bera ábyrgð á netárás á vef Fréttablaðsins í morgun – „Mér finnst þetta ekki hörð viðbrögð í málinu“
Fréttir
Í gær

Reyndi að skalla lögreglumann

Reyndi að skalla lögreglumann
Fréttir
Í gær

Sölvi Tryggvason á fulla ferð að nýju – Birtir fjögur ný hlaðvarpsviðtöl á heimasíðu sinni

Sölvi Tryggvason á fulla ferð að nýju – Birtir fjögur ný hlaðvarpsviðtöl á heimasíðu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drífa Snædal segir af sér

Drífa Snædal segir af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“

Sólveig Anna segir að Gabríel sé með sig á heilanum – „Aumkunarverður maður það skásta sem ég get sagt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði í garð lögreglunnar vegna meints hatursglæps á Hellu – „Óþolandi og með öllu ólíðandi“

Reiði í garð lögreglunnar vegna meints hatursglæps á Hellu – „Óþolandi og með öllu ólíðandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrabörnin áttu sviðið á Ólympíuskákmótinu – Heimsmeistarinn Magnus Carlsen gat ekki bjargað Norðmönnum frá ótrúlegum hörmungum

Undrabörnin áttu sviðið á Ólympíuskákmótinu – Heimsmeistarinn Magnus Carlsen gat ekki bjargað Norðmönnum frá ótrúlegum hörmungum