Þetta kemur fram í yfirliti lögreglunnar yfir helstu verkefni hennar frá því síðdegis í gær.
Átta ökumenn voru handteknir á tímabilinu grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum. Tveir eru grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna.
Á sjötta tímanum í gær voru þrír handteknir í Kópavogi grunaðir um að vera með fíkniefni í fórum sínum.
Á tólfta tímanum var karlmaður handtekinn í Miðborginni en hann er grunaður um húsbrot.
Á sjötta tímanum í morgun var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Hálsahverfi. Skemmdir voru unnar á húsnæðinu og bifreið var stolið.