Orð hans hafa að vonum vakið mikla athygli enda fer lítið fyrir gagnrýni á stríðsreksturinn í Rússlandi vegna harðrar löggjafar um hvað má og má ekki segja um stríðið. Auk þess heldur áróðursmaskína Pútíns áfram að malla og dæla út áróðri til Rússa.
Khodarenok sagði að pólitískir leiðtogar landsins og æðstu yfirmenn hersins segi ekki sannleikann um „sérstöku hernaðaraðgerðina“ í Úkraínu en það kalla rússnesk yfirvöld innrásina.
„Fyrst vil ég segja að þið ættuð ekki að taka þetta róandi upplýsingameðal. Stundum heyrið þið að úkraínsku hermennirnir séu að brotna saman, bæði móralskt og andlega. Að það sé allt að því krísa hjá þeim. En til að segja þetta á mildan hátt, þá er þetta ekki rétt,“ sagði hann.
En hann lét ekki staðar numið þarna og skaut beint á Pútín og sagði: „Stærsta vandamál hersins og hinnar pólitísku stöðu er að við erum algjörlega einangruð úr frá landstjórnmálalegu sjónarhorni og allur heimurinn er á móti okkur þótt við viljum ekki játa það.“
Khodarenok er ekki bara einhver maður út í bæ því hann er fyrrum ofursti eins og áður sagði og átti sæti í rússneska herráðinu.
Hann sagði Olaga Skabejeva, þáttastjórnanda, að „staðan verði greinilega verri fyrir Rússland“ og var ekki annað að sjá en hún væri mjög hissa á orðum hans.
Steve Rosenberg, sem sér um fréttaflutning af málefnum Rússlands hjá BBC, tjáði sig um þetta á Twitter og sagði: „Óvenjulega orðaskipti í besta spjallþætti rússnesks ríkissjónvarps um Úkraínu.“
Extraordinary exchange on Russian state TV’s top talk show about Ukraine. Military analyst & retired colonel Mikhail Khodarenok tells anchor Olga Skabeyeva “the situation for us will clearly get worse…we’re in total geopolitical isolation…the situation is not normal.” pic.twitter.com/ExMwVDszsk
— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 16, 2022