fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Upptökur af fjarskiptum varpa ljósi á örlög beitiskipsins Moskvu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 05:52

Moskva að sökkva. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski herinn hefur gert upptökur af síðustu talstöðvarsamskiptum áhafnar rússneska beitiskipsins Moskvu opinberar. Skipið sökk í Svartahafi 14. apríl. Úkraínumenn hafa frá upphafi haldið því fram að þeir hafi sökkt skipinu en Rússar segja að eldur hafi komið upp um borð og sprenging orðið í skotfærageymslunni og það hafi sökkt skipinu.

En upptökurnar, sem Úkraínumenn hafa nú birt, virðast staðfesta frásögn Úkraínumanna um að þeir hafi sökkt skipinu með tveimur flugskeytum. Á upptökunum heyrist rússneskur sjóliðsforingi hrópa að „tvö göt“ séu komin á skipið og það sé að sökkva.

Upptökurnar eru frá stjórnstöð úkraínska hersins í suðurhluta Úkraínu en hún fer með stjórn á strandsvæðum við Svartahaf. Úkraínski netmiðillinn Ukrainska Pravda, sem vitnar í upptökuna, segir að þær staðfesti frásögn úkraínska hersins um að hann hafi sökkt skipinu með tveimur flugskeytum.

Það virðist vera það sem sjóliðsforinginn er að tilkynna um í talstöðina áður en skipið sökk: „Moskva eitt: Tvö göt! Skrúfurnar eru stopp! Sökkvum! Slagsíða!“ tilkynnti sjóliðsforinginn til dráttarbáta sem reyndu að koma til aðstoðar.

Sjóliðsforinginn hrópar að skipið sé með tvö göt undir sjólínu og halli um 30 gráður. Hann segir að tjónið sé svo mikið að ekki sé hægt að sigla Moskvu til dráttarbáta sem voru á leið til aðstoðar. „Við gerum okkar besta til að bjarga áhöfninni,“ segir hann síðan.

Það var mikill sigur, áróðurslega séð, fyrir Úkraínu að hafa sökkt Moskvu sem var flaggskip rússneska flotans í Svartahafi. Úkraínski herinn segist hafa hæft skipið með tveimur Neptunflugskeytum sem var skotið frá landi. Úkraínskur dróni, sem var flogið að skipinu úr annarri átt, truflaði varnarkerfi þess þannig að flugskeytin náðu alla leið og hæfðu skipið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“