fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Aldís kærir Agnesi fyrir meiðyrði – Krefst tveggja milljóna króna í bætur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. maí 2022 10:09

Aldís Schram og Agnes Bragadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldís Schram hefur stefnt Agnesi Bragadóttur, fyrrum blaðamanni Morgunblaðsins, fyrir ummæli í Facebook-færslu á síðasta ári. RÚV greinir frá.

Ummælin féllu í fjölmiðla- og samfélagsmiðlastormi sem skapaðist í tengslum við fyrirtöku dómsmáls þar sem Jón Baldvin Hannibalsson, faðir Aldísar, var sakaður um að hafa áreitt konu kynferðislega á Spáni fyrir fjórum árum. Jón Baldvin var sýknaður af ákærunni en dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar.

„Hætti Aldís ekki sínum lygum og óþverraskap í garð BSchr og JBH þá mun ég gefa hér, á þessum vettvangi, nákvæma lýsingu á því, hvernig hún reyndi að nauðga mér á læstri sjúkrastofu sinni á deild 33 geðdeild, þar sem ég algörlega skíthrædd, var læst inni með froðufellandi kynlífsbrjálaðri graðkerlingu, þegar ég var að gera það sem BSchr og JBH báðu mig um að gera, sinna dóttur þeirra, sýna vináttu og væntumþykju, þegar þau voru svo langt í burtu,“ var meðal annars dæmi um orðræðu Agnesar.

Aldís krefst að fern ummæli verið dæmd ómerk og að Agnes greiði henni tvær milljónir króna í miskabætur.

Hún merkti Bryndísi Schram, móður Aldísar í færslunni og sagði Aldísi hafa verið „aðalhvatamaður og leikstjóri“ að áðurnefndu dómsmáli. Þá sakaði hún Aldísi um að hafa reynt að nauðga sér á læstri sjúkrastofu.

Í frétt RÚV er haft eftir Gunnari Inga Jóhannssyni, lögmanni Aldísar, að sent hafi verið kröfurbéf þar sem farið var fram á afsökunarbeiðni. Agnes hafi svarað bréfinu á þá leið að ummælin hafi verið heimil og vítalaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný