Á ellefta tímanum réðust karl og kona á mann í Kópavogi. Konan er sögð hafa verið í bifreið með manninum og hafi ráðist á hann með þeim afleiðingum að hann ók utan í vegrið. Þá kom maður að, opnaði bílstjórahurðina og sló ökumanninn ítrekað í höfuðið. Vitni náði myndbandsupptöku af atburðinum.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.