fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Ógnandi tilburðir við kvenkyns prófdómara – „Þó að maður sé kannski hræddur við að segja það þá er þetta eiginlega mest bundið við útlendinga“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 06:58

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öryggishnappar hafa verið settir í borð prófdómara í ökukennslu en lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af ógnandi mönnum sem hafa fallið á ökuprófi. Þetta eru aðallega karlmenn frá löndum þar sem konur eru settar skör lægra en karlar, að sögn deildarstjóra hjá Frumherja.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Sem betur fer hefur ekki verið gerð nein árás en það hafa verið mjög ógnandi tilburðir þar sem fólk hefur verið hrætt,“ er haft eftir Svanberg Sigurgeirssyni, deildarstjóra ökuprófa hjá Frumherja. Öryggishnöppum hefur verið komið fyrir hjá prófdómurum fyrirtækisins í ökuprófum.

Árlega þreyta um fimm þúsund manns skrifleg ökupróf hjá Frumherja. Flestum gengur vel að sögn Svanbergs en öðrum síður. Stundum hafi viðbrögðin við falli á prófi verið ógnandi og jafnvel ofbeldisfull. „Við höfum séð á eftirlitsmyndavélum að það hefur alveg legið við að það hafi verið rokið í prófdómarann. Það hefur ekkert annað verið eftir en að ráðast á prófdómarann – það hefur verið komið á það stig,“ sagði hann.

Hann sagði að ekki sé um sautján ára krakka að ræða sem bregðist svona við, heldur fyrst og fremst fullorðna karla en meirihluti prófdómaranna eru konur. „Þó að maður sé kannski hræddur við að segja það þá er þetta eiginlega mest bundið við útlendinga. Við verðum sérstaklega vör við þetta frá löndum þar sem menningin er þannig að konur eru skörinni lægra í stiganum heldur en karlmenn. Þeir líta á niður á konur, sérstaklega ef þær eru að segja þeim eitthvað sem þeim líkar ekki,“ sagði Svanberg sem sagði að staðan breytist oft þegar karlmaður úr starfsliðinu kemur inn í stofuna þar sem kvenkyns prófdómara er ógnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla

Jón Trausti um myndbirtinguna af barni Snorra – Gegn hefðbundnum siðavenjum fjölmiðla
Fréttir
Í gær

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum

Sverrir Einar ákærður fyrir brot í rekstri fjögurra félaga – Segist hafa verið beittur ólöglegum aðgerðum
Fréttir
Í gær

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum

Rúmlega 4 þúsund Barnabónus pakkar afhentir nýbökuðum foreldrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“

Karen lifði við ágæt lífsgæði en kemst nú varla fram úr rúminu – „Læknirinn yppti leiður öxlum og sagði að því miður gæti hann ekkert gert“