fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

Þurftu að fara í kynsjúkdómapróf og klippa neglur fyrir tantra á Sólsetrinu – „Kallaðu orgíu bara orgíu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. maí 2022 11:55

Tanya Lind. Skjáskot/Kompás

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanya Lind Pollock, völva og heilari, er alin upp í andlegum fræðum og hefur verið mjög gagnrýnin á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem hún bendir á að ýmislegt sé rotið í hinum andlega heimi og ofbeldið víða.

Hún er meðal viðmælenda í nýjasta þætti Kompáss þar sem rætt er við fjölda fólks sem hefur orðið fyrir ofbeldi, svikum og misbeitingu í andlega heiminum við það eitt að reyna að leita sér aðstoðar í góðri trú.

„Margir skammast sín og líður eins og að hafa gabbast út í aðstæður þar sem er verið að beita beita ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt, fjárhagslegt eða kynferðislegt. Þetta er allur skalinn sem getur gerst. En það fyrsta sem fólk talar við mig um er að það hafi upplifað að það sé farið yfir mörkin þeirra á kynferðislegan hátt,“ segir Tanya í þættinum.

Hún er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt starfsemina sem fer fram á Sólsetrinu sem er á Skrauthólum 4 við Esjurætur en staðurinn hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu, ekki síst vegna níðstangar sem þar var reist en ekki er vitað hver reisti hana.

Sjá einnig: Níðstöng reist við Sólsetrið undir Esjurótum

Á Sólsetrinu var til að mynda auglýstur viðburður þar sem fólk var hvatt til að mæta með börnin sín en á viðburðinum átti að stunda tantra, neyta hugbreytandi efna og halda kakóserimóníu. Tanya tilkynnti viðburðinn til lögreglu.

„Það er kallað andlegt setur, innan gæsalappa,“ segir Tanya. „Þar sem mikið af þessum viðburðum er að gerast, þetta Neo-Tantra. Þetta sem er að gerast núna. Lýsingin á þeirra tantra-kvöldi er að hita upp kókosolíu, smyrja henni á allan líkamann, að allir mundu liggja í tantra-love-orgy. Það kemur fram í lýsingunni að maður verður að fara í kynsjúkdómaprufu fyrir, klippa á sér neglurnar, fara í bað. Þannig að það er verið að ýja að því að það verður fingur og limur settur á vissa staði,“ segir Tanya sem vill að hlutirnir séu kallaðir sínum réttu nöfnum. „Kallaðu orgíu bara orgíu.  Það er enginn að fara að dæma þig fyrir að lifa frjálsu kynlífi.“

Tanya þekkir dæmi þess að fólk hafi farið inn í aðstæður sem voru síðan allt aðrar en það hafði talið. „Ég hef fengið lýsingu á því að tvær vinkonur eru að koma við hvora aðra að neðan og jafnvel að fara með fingurna innvortis. Og það tók nokkra daga fyrir þær báðar að finna þessa köldu tusku í andlitið sem hefur gerst fyrir þær. Og að leita hjálpar hefur reynst þeim erfitt líka,“ segir Tanya. „Það er svo erfitt að segja nei. Og leiðbeinendurnir nota lovebombing,  og öll lykilorðin.“

Hér má nálgast Kompásþáttinn í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Í gær

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman

Grashausar sagðir öskurgubba vikum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kálsúpan og hvítvínið – Megrunarkúrar landans á dögum diskós og Fresca

Kálsúpan og hvítvínið – Megrunarkúrar landans á dögum diskós og Fresca