fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sérfræðingar eru sammála um að þetta séu stærstu mistök Pútíns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 05:53

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bara einn maður sem veit nákvæmlega hvað er á seyði í höfði Vladímír Pútíns Rússlandsforseta og af hverju hann gerir það sem hann gerir. Þessi maður er auðvitað Pútín sjálfur.

En það kemur ekki í veg fyrir að margir hafi skoðanir á honum og því sem hann gerir. Fremst í þeim flokki eru sérfræðingar á ýmsum sviðum. Almennt séð virðast þeir á einu máli um að Pútín hafi ekki reiknað með að stríðið í Úkraínu myndi dragast svona mikið á langinn eins og það hefur gert.

En þeirra mat er einnig að hann hafi ekki síður gert mörg stór mistök fyrir innrásina og eftir að hún hófst. Dagbladet ræddi við nokkra sérfræðinga sem telja að Pútín hafi gert „mörg alvarleg mistök“ í aðdraganda innrásarinnar.

Að þeirra mati eru það ekki síst þessi mistök sem eiga þátt í að innrásin stefnir í að verða langvarandi stríð í stað skammvinns stríðs.

Meðal þeirra mistaka sem sérfræðingarnir nefndu er:

Pútín hélt að Úkraínubúar myndu taka rússneskum hermönnum fagnandi og líta á þá sem frelsara sína. Þess vegna var hann sannfærður um að „sérstaka hernaðaraðgerðin“ stæði ekki lengi yfir. En það kom strax í ljós að Úkraínubúar tóku innrásarliðinu ekki fagnandi, þvert á móti.

Pútín átti von á að kljúfa samstöðu Vesturlanda og að vestrænir leiðtogar yrðu lengi að ná samstöðu um refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi. Þetta gekk ekki eftir eins og kunnugt er.

Úkraínski herinn reyndist vera miklu betri en Pútín átti von á og einnig virðist hann hafa ofmetið getu rússneska hersins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt