fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Ræða Pútíns kom á óvart – Spár sérfræðinga rættust ekki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 07:48

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir hátíðarhöld í Rússlandi í tilefni Sigurdagsins þar sem sigurs Sovétríkjanna á hersveitum nasista í síðari heimsstyrjöldinni er minnst. Ræðu Vladímír Pútíns, forseta, hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Margir höfðu spáð því að hann myndi annað hvort lýsa yfir sigri í stríðinu í Úkraínu eða lýsa yfir stríði gegn Úkraínu. En hann kom á óvart og gerði hvorugt.

Hann byrjaði á að óska eftirlifandi hermönnum úr síðari heimsstyrjöldinni til hamingju með sigurinn og sagði síðan að í dag berjist rússneskir hermenn fyrir frelsinu. Því næst sagði hann að NATO-ríkin vilji ekki starfa með Rússum að sameiginlegu öryggi í Evrópu. Rússland geti ekki sætt sig við að NATÓ styrki sig nærri Rússlandi.

Því næst vék hann að Úkraínu og sagði að Vesturlönd hafi verið að undirbúa innrás í Rússland, þar á meðal á Krímskagann. „Við urðum að verja okkur,“ sagði hann og sagði að Vesturlönd vildu ekki hlusta á Rússland, þau væru með eigin áætlanir.

Hann sagði hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ hafa verið gerða á réttum tíma og hafi verið nauðsynleg. Þetta hafi verið eina rétta ákvörðunin.

Hann lauk síðan ræðu sinni á að þakka rússneskum hermönnum í Úkraínu fyrir frammistöðuna og sagði að almenningur í Donbas berjist nú með rússneskum hermönnum. Af orðum hans má ráða að stríðið haldi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Í gær

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“