fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Myndband: Trevor Noah gerði grín að kynþáttfordómum á Íslandi í ljósi nýlegra atvika – „It was the same kid again“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. maí 2022 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn heimsfrægi suður-afríski grínisti, Trevor Noah, skemmti fyrir fullu húsi í Laugardalshöll í gærkvöld og vakti mikla lukku.

Trevor fór háðulegum orðum um það atvik sem henti á dögunum þegar lögreglan hafði tvisvar afskipti af sama 16 ára drengnum er hún leitaði að strokufanga. Ungu mennirnir tveir áttu það eitt sameiginlegt að vera dökkir á hörund. Síðan þetta gerðist hefur lögreglan undanfarið unnið að aðgerðaáætlun í samvinnu við móður drengsins til að reyna að fyrirbyggja að atvik sem skilgreina má sem „racial profiling“ endurtaki sig.

Sem vænta má fer Trevor yfir þessi atvik á gamansaman og neyðarlegan hátt en lögregla hafði fyrst afskipti af drengnum í strætisvagni og sólarhring síðar er hann var í bakaríi. Voru þessar aðgerðir í kjölfar ábendinga frá sjónarvottum sem skjátlaðist hrapallega. Var spaugilegt að heyra Trevor lýsa því er lögreglan áttaði sig á því að þeir höfðu tekið rangan mann í tvígang.

Trevor á svarta móður en hvítan föður. Hann hefur margsinnis fjallað um kynþáttafordóma og hér má til dæmis sjá er hannn ber saman kynþáttafordóma í S-Afríku og Bandaríkjunum.

DV barst neðangreint myndband frá skemmtuninni í Laugardalshöll þar sem Trevor Noah fer yfir umrætt atvik:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi

Lögreglan varar við hættum sem stafa af íslensku sólarljósi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikil ógn af Rússum og efast um Bandaríkjamenn komi til varnar

Mikil ógn af Rússum og efast um Bandaríkjamenn komi til varnar
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Í gær

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Hide picture