Mikill hiti var í stuðningsmönnum á leik Vals og Tindastóls í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfubolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í gærkvöld. Stuðningsmenn Vals tóku upp á því að koma fyrir hljóðnema á sínu svæði svo hærra heyrðist í þeim en stuðningsfólki gestanna. Þetta mæltist mjög illa fyrir hjá Tindastólsfólki.
Meðal stuðningsmanna Tindastóls er hinn þekkti skemmtikraftur Auðunn Blöndal. Hann var á leiknum í gærkvöld og tók upp á því að taka hljóðnema Valsmanna úr sambandi. Var honum þá hótað því að honum yrði hent út úr höllinni ef hann gerði þetta aftur.
Hringbraut fjallar um málið.
„Þeir settu mæk hjá stuðningsmönnum Vals og spiluðu það í hátölurum bakvið stuðningsmenn Tindastóls. Tók 1 þeirra úr sambandi í fyrri hálfleik og það átti að henda mér út ef ég gerði það aftur í seinni…“ segir Auðunn í Twitter-færslu um málið.
Þeir settu mæk hjá stuðningsmönnum Vals og spiluðu það í hátölurum bakvið stuðningsmenn Tindastóls. Tók 1 þeirra úr sambandi í fyrri hálfleik og það átti að henda mér út ef ég gerði það aftur í seinni…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 6, 2022